Sorglegur atburður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. júní 2010 06:00 Ég varð vitni að sorglegum atburði ekki alls fyrir löngu. Hann minnti mig á að stundum gefur mannlífið stjórnmálum og viðskiptalífi ekkert eftir hvað vitleysisgang varðar. Það virðist vera sama á hvaða vettvangi mannveran þvælist, ef hún veldur skaða er eins og hún geti ekki hætt fyrr en sá sem síst skyldi er orðinn skaddaður líka. Þannig vildi til að ég var að koma af fjöllum. Ég var ekkert utan við mig, heldur var ég að koma frá skrúðgöngu í spænska þorpinu Zújar. Á þorpshátíðinni er nefnilega haldið fylktu liði upp á Jabalcon-fjall með líkneski mikið. Upp á fjallstoppi er etið og drukkið þannig að ég var hýr í bragði á röltinu niður. Í hlíðinni liggur hverfi eitt sem heitir Ódýru húsin. Þar eru götur afar þröngar. Þegar ég er þar á vappi kemur maður akandi, en einnig var kona hans og 12 ára dóttir í bílnum. Í þröngum strætunum tókst honum ekki betur til en svo að hann rakst utan í kyrrstæðan bíl. Var það afar óheppilegt þar sem mannmergð var á götum úti og allir sáu óhappið. Stígur ökumaður því út úr bílnum eins og kúreki í vígahug og æpir: „Hver leggur eiginlega bílnum sínum svona eins og hálfviti?" Hafði hann ekki heppnina með sér því sá sem það hafði gert var beljaki mikill með kveikiþráð í styttra lagi. Steig sá sterki fram, horfði fyrst á rispuna á bílnum sínum en æðir síðan að ökumanni. Æptu þeir nokkra stund með nefin framan í hvor öðrum. Svo heyri ég kvenmannsóp en þá hafði beljakinn fengið nóg af þessum málatilbúnaði og látið hnefa tala. Hófust þá slagsmál nokkur en eiginkona bílstjórans sem og hágrátandi dóttir hans reyndu að hafa sinn mann af vettvangi. Undir lokin tókst það en þá voru menn orðnir móðir og blóðugir. En hvað er svona sorglegt við þennan atburð? Ég veit ekki betur en báðir þessir menn séu farnir að gera úr honum hina mestu hetjusögu þó töluvert skáldaleyfi þurfi til. Búið er að skola blóðið af götunni, sárin gróin og eiginkona ökumannsins örugglega hætt að skammast yfir þessu. Það er meira að segja búið að gera við rispuna á bíl beljakans. Hins vegar veit enginn hvenær rispurnar á sálartetri stúlkunnar mást út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun
Ég varð vitni að sorglegum atburði ekki alls fyrir löngu. Hann minnti mig á að stundum gefur mannlífið stjórnmálum og viðskiptalífi ekkert eftir hvað vitleysisgang varðar. Það virðist vera sama á hvaða vettvangi mannveran þvælist, ef hún veldur skaða er eins og hún geti ekki hætt fyrr en sá sem síst skyldi er orðinn skaddaður líka. Þannig vildi til að ég var að koma af fjöllum. Ég var ekkert utan við mig, heldur var ég að koma frá skrúðgöngu í spænska þorpinu Zújar. Á þorpshátíðinni er nefnilega haldið fylktu liði upp á Jabalcon-fjall með líkneski mikið. Upp á fjallstoppi er etið og drukkið þannig að ég var hýr í bragði á röltinu niður. Í hlíðinni liggur hverfi eitt sem heitir Ódýru húsin. Þar eru götur afar þröngar. Þegar ég er þar á vappi kemur maður akandi, en einnig var kona hans og 12 ára dóttir í bílnum. Í þröngum strætunum tókst honum ekki betur til en svo að hann rakst utan í kyrrstæðan bíl. Var það afar óheppilegt þar sem mannmergð var á götum úti og allir sáu óhappið. Stígur ökumaður því út úr bílnum eins og kúreki í vígahug og æpir: „Hver leggur eiginlega bílnum sínum svona eins og hálfviti?" Hafði hann ekki heppnina með sér því sá sem það hafði gert var beljaki mikill með kveikiþráð í styttra lagi. Steig sá sterki fram, horfði fyrst á rispuna á bílnum sínum en æðir síðan að ökumanni. Æptu þeir nokkra stund með nefin framan í hvor öðrum. Svo heyri ég kvenmannsóp en þá hafði beljakinn fengið nóg af þessum málatilbúnaði og látið hnefa tala. Hófust þá slagsmál nokkur en eiginkona bílstjórans sem og hágrátandi dóttir hans reyndu að hafa sinn mann af vettvangi. Undir lokin tókst það en þá voru menn orðnir móðir og blóðugir. En hvað er svona sorglegt við þennan atburð? Ég veit ekki betur en báðir þessir menn séu farnir að gera úr honum hina mestu hetjusögu þó töluvert skáldaleyfi þurfi til. Búið er að skola blóðið af götunni, sárin gróin og eiginkona ökumannsins örugglega hætt að skammast yfir þessu. Það er meira að segja búið að gera við rispuna á bíl beljakans. Hins vegar veit enginn hvenær rispurnar á sálartetri stúlkunnar mást út.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun