Ofsi og misskilningur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. október 2010 09:05 Fulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandræðum vegna mikilla og neikvæðra viðbragða við tillögu flokkanna um að úthýsa kristinni trú og siðum úr skólastarfi í borginni. Talsmenn tillögunnar reyna nú að halda því fram að viðbrögðin byggist á "misskilningi" og séu "ofsafengin" eins og Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, orðaði það hér í blaðinu eftir að biskup Íslands gagnrýndi áformin harðlega.En hvernig er hægt að misskilja tillöguna? Þar segir berum orðum að heimsóknir starfsmanna trúfélaga í skóla séu bannaðar. Undir það falla líka heimsóknir presta sem koma til að veita áfallahjálp þegar slys eða dauðsföll hafa orðið. Þar segir klárlega að kirkjuferðir, "bænahald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi" eigi ekki heima í skólum. Hversu mikið mark á þá að taka á vandræðalegum útlistunum um að samt megi syngja sálma á litlu jólunum, setja upp helgileiki og gera trúarlegar myndir í jólaföndri? Meinti meirihlutinn eitthvað annað en það sem hann setti á blað?Í samtalinu við Fréttablaðið vísaði Margrét Sverrisdóttir til skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar um samstarf kirkju og skóla frá 2007. Ýmislegt bendir til að meirihlutinn í mannréttindaráði hafi misskilið skýrsluna. Að minnsta kosti ganga tillögur hans miklu lengra en hugmyndir starfshópsins. Í þeim er einmitt kveðið á um samstarf, en ekki samstarfsslit. Þar er sömuleiðis rík áherzla á að samstarfið sé undir hverjum og einum skóla komið, í stað þess að þeim séu öllum bönnuð samskipti við kirkjuna. Í "hugmyndum um samstarf" er nefnt sem dæmi að skóli geti kallað til fulltrúa trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla, en þess þurfi að gæta að virða trúarlegar forsendur þeirra sem eiga hlut að máli og fjalla um málin af fagmennsku. Annað dæmi er tekið af vettvangsheimsóknum - sem fulltrúar flokkanna þriggja vilja banna.Meirihlutinn virðist ekki hafa lesið - eða þá misskilið - aðalnámskrá grunnskóla. Þar er á meðal markmiða fyrir yngstu bekkina að verða "betur fær um að skilja og njóta trúarlegrar tjáningar í tónlist, myndlist og bókmenntum" (sem fer kannski ekki alveg saman við bannið við trúarlegum söngvum og listsköpun), að kunna skil á Biblíunni (sem er ekki í samræmi við fyrirhugað bann við Biblíugjöfum í skólum) og "þekkja kirkjuhúsið, helstu tákn, kirkjulegar athafnir og starf kirkjunnar í heimabyggð" (sem getur reynzt erfitt þegar búið verður að banna kirkjuferðirnar).Ef einhvers staðar er ofsa og misskilning að finna, er það í tillögum meirihluta mannréttindaráðs, sem í viðleitni til að bregðast við kvörtunum frá litlum minnihluta gengur alltof langt og hefur snúið bæði fyrri tillögum í málinu og þeim viðmiðum sem öllum grunnskólum í landinu ber að fara eftir á haus. Það er vel hægt að tryggja rétt minnihlutans án þess að vaða yfir trú, siði og venjur yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun
Fulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandræðum vegna mikilla og neikvæðra viðbragða við tillögu flokkanna um að úthýsa kristinni trú og siðum úr skólastarfi í borginni. Talsmenn tillögunnar reyna nú að halda því fram að viðbrögðin byggist á "misskilningi" og séu "ofsafengin" eins og Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, orðaði það hér í blaðinu eftir að biskup Íslands gagnrýndi áformin harðlega.En hvernig er hægt að misskilja tillöguna? Þar segir berum orðum að heimsóknir starfsmanna trúfélaga í skóla séu bannaðar. Undir það falla líka heimsóknir presta sem koma til að veita áfallahjálp þegar slys eða dauðsföll hafa orðið. Þar segir klárlega að kirkjuferðir, "bænahald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi" eigi ekki heima í skólum. Hversu mikið mark á þá að taka á vandræðalegum útlistunum um að samt megi syngja sálma á litlu jólunum, setja upp helgileiki og gera trúarlegar myndir í jólaföndri? Meinti meirihlutinn eitthvað annað en það sem hann setti á blað?Í samtalinu við Fréttablaðið vísaði Margrét Sverrisdóttir til skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar um samstarf kirkju og skóla frá 2007. Ýmislegt bendir til að meirihlutinn í mannréttindaráði hafi misskilið skýrsluna. Að minnsta kosti ganga tillögur hans miklu lengra en hugmyndir starfshópsins. Í þeim er einmitt kveðið á um samstarf, en ekki samstarfsslit. Þar er sömuleiðis rík áherzla á að samstarfið sé undir hverjum og einum skóla komið, í stað þess að þeim séu öllum bönnuð samskipti við kirkjuna. Í "hugmyndum um samstarf" er nefnt sem dæmi að skóli geti kallað til fulltrúa trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla, en þess þurfi að gæta að virða trúarlegar forsendur þeirra sem eiga hlut að máli og fjalla um málin af fagmennsku. Annað dæmi er tekið af vettvangsheimsóknum - sem fulltrúar flokkanna þriggja vilja banna.Meirihlutinn virðist ekki hafa lesið - eða þá misskilið - aðalnámskrá grunnskóla. Þar er á meðal markmiða fyrir yngstu bekkina að verða "betur fær um að skilja og njóta trúarlegrar tjáningar í tónlist, myndlist og bókmenntum" (sem fer kannski ekki alveg saman við bannið við trúarlegum söngvum og listsköpun), að kunna skil á Biblíunni (sem er ekki í samræmi við fyrirhugað bann við Biblíugjöfum í skólum) og "þekkja kirkjuhúsið, helstu tákn, kirkjulegar athafnir og starf kirkjunnar í heimabyggð" (sem getur reynzt erfitt þegar búið verður að banna kirkjuferðirnar).Ef einhvers staðar er ofsa og misskilning að finna, er það í tillögum meirihluta mannréttindaráðs, sem í viðleitni til að bregðast við kvörtunum frá litlum minnihluta gengur alltof langt og hefur snúið bæði fyrri tillögum í málinu og þeim viðmiðum sem öllum grunnskólum í landinu ber að fara eftir á haus. Það er vel hægt að tryggja rétt minnihlutans án þess að vaða yfir trú, siði og venjur yfirgnæfandi meirihluta landsmanna.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun