Harvardprófessor: Ragnarrök innan tveggja vikna 9. maí 2010 07:34 Ferguson trúir því ekki að grísk stjórnvöld hafi bolmagn til að standa við loforð sín um niðurskurð hjá hinu opinbera þar í landi. Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Ferguson trúir því ekki að grísk stjórnvöld hafi bolmagn til að standa við loforð sín um niðurskurð hjá hinu opinbera þar í landi. Þar með trúir Ferguson því ekki heldur að Grikkir geti staðið við lánaskuldbindingar sínar. Ferguson telur að gríska vandamálið muni því smitast hratt yfir til Portúgals og Spánar og hann nefnir einnig Ítalíu og Belgíu sem lönd með mikla skuldabyrði. Erfiðleikar í þessum löndum muni hella olíu á þann eld sem fyrir er og það innan skamms tíma, að mati prófessorsins. Business.dk tekur þetta mál upp í dag og setur í danskt samhengi, það er hvað danskir hlutabréfaeigendur hafa tapað gífurlegum fjárhæðum á þeim óróa sem verið hefur á fjármálamörkuðum undanfarið vegna Grikklands. Á fimmtudag og föstudag, í kjölfar dýfunnar miklu á Wall Street þegar Dow Jones vísitalan sökk um 1.000 punkta á nokkrum mínútum rýrnaði verðmæti danskra hlutabréfa um 20 milljarða danskra kr. eða 440 milljarða kr. Frá síðustu mánaðarmótum hafa Danirnir tapað 100 milljörðum danskra kr. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn eða um 2.200 milljörðum kr. Þetta tap er þó hrein skiptimynt miðað við það sem bandarískir hlutabréfaeigendur máttu horfa upp á í nokkrar mínutur síðdegis á fimmtudaginn var. Að Dow Jones vísitalan taki 1.000 punkta dýfu þýðir að 1.000 milljarðar dollara fjúka út um gluggann. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Ferguson trúir því ekki að grísk stjórnvöld hafi bolmagn til að standa við loforð sín um niðurskurð hjá hinu opinbera þar í landi. Þar með trúir Ferguson því ekki heldur að Grikkir geti staðið við lánaskuldbindingar sínar. Ferguson telur að gríska vandamálið muni því smitast hratt yfir til Portúgals og Spánar og hann nefnir einnig Ítalíu og Belgíu sem lönd með mikla skuldabyrði. Erfiðleikar í þessum löndum muni hella olíu á þann eld sem fyrir er og það innan skamms tíma, að mati prófessorsins. Business.dk tekur þetta mál upp í dag og setur í danskt samhengi, það er hvað danskir hlutabréfaeigendur hafa tapað gífurlegum fjárhæðum á þeim óróa sem verið hefur á fjármálamörkuðum undanfarið vegna Grikklands. Á fimmtudag og föstudag, í kjölfar dýfunnar miklu á Wall Street þegar Dow Jones vísitalan sökk um 1.000 punkta á nokkrum mínútum rýrnaði verðmæti danskra hlutabréfa um 20 milljarða danskra kr. eða 440 milljarða kr. Frá síðustu mánaðarmótum hafa Danirnir tapað 100 milljörðum danskra kr. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn eða um 2.200 milljörðum kr. Þetta tap er þó hrein skiptimynt miðað við það sem bandarískir hlutabréfaeigendur máttu horfa upp á í nokkrar mínutur síðdegis á fimmtudaginn var. Að Dow Jones vísitalan taki 1.000 punkta dýfu þýðir að 1.000 milljarðar dollara fjúka út um gluggann.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira