Miklu fleiri þarf að mennta í tæknigeira Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júní 2010 06:00 Nemar á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Menntað fólk vantar til starfa á þeim sviðum þar sem fyrirséð er að vöxtur verði hvað mestur næstu ár. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, segir að nú sé tíminn til að mennta fólk í hönnun og tækni. „Með því að taka höndum saman við hið opinbera í endurmenntun ungs atvinnulauss fólks er unnið bæði á atvinnuleysi og skorti á hæfu starfsfólki,“ segir hann. „Gífurlegar umbreytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu. Almennt áttar fólk sig ekki á því að hugverkaiðnaðurinn stendur undir 21 prósenti af útflutningi þjóðarinnar,“ segir Jón Ágúst og segir nauðsynlegt að horfast í augu við að hér sé mikið af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem sé að hverfa. Hann var í gær á evrópskri ráðstefnu í Danmörku með kynningu á átaki iðnaðarins og hins opinbera við að búa til störf í hönnunar og tæknigeira. „Danirnir sögðu við mig að við værum að fara í gegn um alveg sama feril og Danmörk gerði þegar landið hvarf frá landbúnaðaráherslum í að vera tækniland,“ segir Jón Ágúst, en á ráðstefnunni benti hann á að atvinnuleysi væri hér nú 7,6 prósent að meðaltali og 16,4 prósent meðal ungs fólks. „Við notum 28 milljarða í atvinnuleysisbætur sem greiddar eru úr iðnaðinum og komum þess vegna með tillögu um samstarf við ríkisstjórnina um stórfellda endurmenntun á þessum hópi til þess að við getum komið honum inn í ný störf.“ Núna segir Jón Ágúst þjóðina færast frá því að vera sjávarútvegs- og frumframleiðsluþjóð yfir í að áhersla aukist á hönnun og tækni. „Fólkið sem er á atvinnuleysisskrá hefur ekki rétta bakgrunninn í þann geira. Við viljum endurmennta og endurþjálfa 15 þúsund manns og nota þessa 28 milljarða í nýtt nám og menntun þannig að þetta fólk geti gengið inn í ný störf sem til verða á markaði.“ Þá efast Jón Ágúst ekki um að vinna verði til handa fólkinu. „Á ári hverju verða að lágmarki til þúsund til tvö þúsund störf í þessum geira. Hér er hruninn ákveðinn iðnaður og við verðum að byggja upp nýjan og okkur er farið að sárvanta fólk í hugverkaiðnaðinn. Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá.“ Gunnar Guðni Tómasson, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, tekur undir að hér sárvanti fólk menntað á ákveðnum sviðum tæknimenntunar. Í uppsveiflu hafi verið hægt að sækja menntað fólk til útlanda, en eftir hrun sé landið tæpast samkeppnishæft. Sérstaklega segir hann skorta fólk menntað í véla- og tölvuverkfræði, byggingarverkfræðinga vanti ekki. „Við þurfum fólk í framleiðslutengdar tæknigreinar.“ Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Menntað fólk vantar til starfa á þeim sviðum þar sem fyrirséð er að vöxtur verði hvað mestur næstu ár. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, segir að nú sé tíminn til að mennta fólk í hönnun og tækni. „Með því að taka höndum saman við hið opinbera í endurmenntun ungs atvinnulauss fólks er unnið bæði á atvinnuleysi og skorti á hæfu starfsfólki,“ segir hann. „Gífurlegar umbreytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu. Almennt áttar fólk sig ekki á því að hugverkaiðnaðurinn stendur undir 21 prósenti af útflutningi þjóðarinnar,“ segir Jón Ágúst og segir nauðsynlegt að horfast í augu við að hér sé mikið af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem sé að hverfa. Hann var í gær á evrópskri ráðstefnu í Danmörku með kynningu á átaki iðnaðarins og hins opinbera við að búa til störf í hönnunar og tæknigeira. „Danirnir sögðu við mig að við værum að fara í gegn um alveg sama feril og Danmörk gerði þegar landið hvarf frá landbúnaðaráherslum í að vera tækniland,“ segir Jón Ágúst, en á ráðstefnunni benti hann á að atvinnuleysi væri hér nú 7,6 prósent að meðaltali og 16,4 prósent meðal ungs fólks. „Við notum 28 milljarða í atvinnuleysisbætur sem greiddar eru úr iðnaðinum og komum þess vegna með tillögu um samstarf við ríkisstjórnina um stórfellda endurmenntun á þessum hópi til þess að við getum komið honum inn í ný störf.“ Núna segir Jón Ágúst þjóðina færast frá því að vera sjávarútvegs- og frumframleiðsluþjóð yfir í að áhersla aukist á hönnun og tækni. „Fólkið sem er á atvinnuleysisskrá hefur ekki rétta bakgrunninn í þann geira. Við viljum endurmennta og endurþjálfa 15 þúsund manns og nota þessa 28 milljarða í nýtt nám og menntun þannig að þetta fólk geti gengið inn í ný störf sem til verða á markaði.“ Þá efast Jón Ágúst ekki um að vinna verði til handa fólkinu. „Á ári hverju verða að lágmarki til þúsund til tvö þúsund störf í þessum geira. Hér er hruninn ákveðinn iðnaður og við verðum að byggja upp nýjan og okkur er farið að sárvanta fólk í hugverkaiðnaðinn. Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá.“ Gunnar Guðni Tómasson, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, tekur undir að hér sárvanti fólk menntað á ákveðnum sviðum tæknimenntunar. Í uppsveiflu hafi verið hægt að sækja menntað fólk til útlanda, en eftir hrun sé landið tæpast samkeppnishæft. Sérstaklega segir hann skorta fólk menntað í véla- og tölvuverkfræði, byggingarverkfræðinga vanti ekki. „Við þurfum fólk í framleiðslutengdar tæknigreinar.“
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira