Kreddur gegn atvinnu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. febrúar 2010 06:15 Viðbrögð tveggja talsmanna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við áformum um að reka einkasjúkrahús í gamla herspítalanum á Keflavíkurflugvelli hljóta að vekja spurningar um hvort ríkisstjórninni sé alvara þegar hún segist vilja skapa atvinnu í landinu. Iceland Healthcare, félag undir forystu Róberts Wessman sem fjármagnar verkefnið ásamt erlendum fjárfestum, hyggst reka skurðstofur í gamla herspítalanum og þjónusta erlenda sjúklinga, sem eiga rétt á að leita út fyrir heimalandið eftir liðskipta- og offituaðgerðum ef bið eftir þjónustunni dregst umfram ákveðin mörk. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að verkefnið muni skapa um 300 störf í Reykjanesbæ; við sjálfa heilbrigðisþjónustuna, auk ferðaþjónustu og annarrar þjónustu við sjúklingana og fjölskyldur þeirra. Þá hefur verið áætlað að skatttekjur ríkisins af verkefninu nemi um 300 milljónum króna á ári. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hyggst setja 100 milljónir króna í verkefnið. Það er í samræmi við markmið og tilgang félagsins, sem er í eigu ríkisins. Af þessu hefur Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, miklar áhyggjur. Hann segir peninga skattborgara notaða til að fjármagna einkasjúkrahús og þá vakni sú spurning hvort fólk vilji tvöfalt heilbrigðiskerfi. Þá sé ekki eðlilegt að láta fé skattgreiðenda renna til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og skorið sé niður í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra bætti um betur í umræðum á Alþingi í gær og sagðist vera alveg á móti einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Varla væri forsvaranlegt að „setja einn milljarð króna [svo] í að gera upp gamlan herspítala". Þetta „dekur við einkageirann" myndi ekki leysa þann vanda, sem steðjaði að íslenzku heilbrigðiskerfi. Ráðherrann og forveri hennar virðast misskilja með öllu hvað er á ferðinni á Miðnesheiði. Þar er ekki verið að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi fyrir Íslendinga, heldur nýta þekkingu og færni íslenzks heilbrigðisstarfsfólks til að búa til góð störf (mörg þeirra kvennastörf) og skapa útflutningstekjur. Framlag Þróunarfélagsins er hagnaður af öðrum þróunarverkefnum á svæðinu, eins og Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri benti á í Fréttablaðinu í gær. Ef þessir peningar væru ekki notaðir í þetta atvinnuskapandi verkefni færu þeir í önnur verkefni Þróunarfélagsins, en ekki í heilbrigðiskerfið. Svo virðist sem kreddur Vinstri grænna villi þeim sýn í þessu máli. Hvernig á að vera hægt að trúa flokki, sem hefur aðra eins andúð á einkageiranum, þegar hann segist vilja búa til ný störf fyrir þúsundir atvinnulausra? Kannski hjálpaði það heldur ekki til að um gamlan herspítala er að ræða, miðað við fyrirlitninguna í rödd heilbrigðisráðherrans þegar hún tók sér orðið í munn. Það verða störf í einkageiranum, sem munu koma Íslandi út úr kreppunni - hvort sem VG líkar betur eða verr. Það er engin þörf á að dekra við einkaframtakið, en ef stjórnmálamenn standa í vegi fyrir arðbærum verkefnum, munu fá störf skapast á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun
Viðbrögð tveggja talsmanna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við áformum um að reka einkasjúkrahús í gamla herspítalanum á Keflavíkurflugvelli hljóta að vekja spurningar um hvort ríkisstjórninni sé alvara þegar hún segist vilja skapa atvinnu í landinu. Iceland Healthcare, félag undir forystu Róberts Wessman sem fjármagnar verkefnið ásamt erlendum fjárfestum, hyggst reka skurðstofur í gamla herspítalanum og þjónusta erlenda sjúklinga, sem eiga rétt á að leita út fyrir heimalandið eftir liðskipta- og offituaðgerðum ef bið eftir þjónustunni dregst umfram ákveðin mörk. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að verkefnið muni skapa um 300 störf í Reykjanesbæ; við sjálfa heilbrigðisþjónustuna, auk ferðaþjónustu og annarrar þjónustu við sjúklingana og fjölskyldur þeirra. Þá hefur verið áætlað að skatttekjur ríkisins af verkefninu nemi um 300 milljónum króna á ári. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hyggst setja 100 milljónir króna í verkefnið. Það er í samræmi við markmið og tilgang félagsins, sem er í eigu ríkisins. Af þessu hefur Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, miklar áhyggjur. Hann segir peninga skattborgara notaða til að fjármagna einkasjúkrahús og þá vakni sú spurning hvort fólk vilji tvöfalt heilbrigðiskerfi. Þá sé ekki eðlilegt að láta fé skattgreiðenda renna til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og skorið sé niður í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra bætti um betur í umræðum á Alþingi í gær og sagðist vera alveg á móti einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Varla væri forsvaranlegt að „setja einn milljarð króna [svo] í að gera upp gamlan herspítala". Þetta „dekur við einkageirann" myndi ekki leysa þann vanda, sem steðjaði að íslenzku heilbrigðiskerfi. Ráðherrann og forveri hennar virðast misskilja með öllu hvað er á ferðinni á Miðnesheiði. Þar er ekki verið að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi fyrir Íslendinga, heldur nýta þekkingu og færni íslenzks heilbrigðisstarfsfólks til að búa til góð störf (mörg þeirra kvennastörf) og skapa útflutningstekjur. Framlag Þróunarfélagsins er hagnaður af öðrum þróunarverkefnum á svæðinu, eins og Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri benti á í Fréttablaðinu í gær. Ef þessir peningar væru ekki notaðir í þetta atvinnuskapandi verkefni færu þeir í önnur verkefni Þróunarfélagsins, en ekki í heilbrigðiskerfið. Svo virðist sem kreddur Vinstri grænna villi þeim sýn í þessu máli. Hvernig á að vera hægt að trúa flokki, sem hefur aðra eins andúð á einkageiranum, þegar hann segist vilja búa til ný störf fyrir þúsundir atvinnulausra? Kannski hjálpaði það heldur ekki til að um gamlan herspítala er að ræða, miðað við fyrirlitninguna í rödd heilbrigðisráðherrans þegar hún tók sér orðið í munn. Það verða störf í einkageiranum, sem munu koma Íslandi út úr kreppunni - hvort sem VG líkar betur eða verr. Það er engin þörf á að dekra við einkaframtakið, en ef stjórnmálamenn standa í vegi fyrir arðbærum verkefnum, munu fá störf skapast á Íslandi.