Upplýsti Ríkisendurskoðun um veð í rækju 9. ágúst 2010 12:14 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir að Byggðastofnun hafi upplýst Ríkisendurskoðun um að einu tryggingar fyrir lánum Byggðastofnunar til fyrirtækja á sviði rækjuvinnslu sé verðlaus rækjukvóti. Sveinn segir ekkert hafa komið fram um eitthvað óeðlilegt í bókhaldi Byggðastofnunar, en fjárhagur stofnunarinnar er bágborinn. Átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu eru í viðskiptum við Byggðastofnun. Veð í úthafsrækjukvóta eru þremur tilvikum einu tryggingarnar fyrir lánunum, eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi. Þessi fyrirtæki eru einkahlutafélögin Forrest Gump, F420 og Útgerðarfélagið ÞH 380. Stærstu og oft einu eignir þessara fyrirtækja er kvótinn sjálfur. Hann er þá vistaður á skipum annarra lögaðila, en óheimilt er samkvæmt samningsveðlögunum að veðsetja kvótann einan og sér. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er þó sjálfur kvótinn. Skuld fyrirtækjanna fjögurra við Byggðastofnun nemur tæpum 1,3 milljörðum króna. Sé miðað við það leiguverð sem hefur verið á rækjukvóta hefur Byggðastofnun fært verðmæti kvótans í bækur sínar á margföldu „Okkur er vel kunnugt um þau lán sem Byggðastofnun hefur veitt fyrirtækjum á sviði rækjuútgerða og fyrirtækjum sem hafa verið í viðskiptum við Byggðastofnun. Við fylgjumst með þessu nokkuð reglulega," segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er rækjukvótinn, sem stríðir gegn samningsveðlögunum, enda getur kvóti ekki verið veðandlag einn og sér. Ríkisendurskoðun hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við þetta? „Við höfum ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við það, með þeim hætti sem þú ert að lýsa," Hvers vegna ekki? „Við höfum litið svo á að ef lánveitingarnar eru í samræmi við reglur Byggðastofnunar þá hafi þær verið teknar með réttmætum hætti. Þar af leiðandi höfum við ekki séð ástæða til að gera athugasemdir." Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var á síðasta ári undir lögbundnu lágmarki og samþykkti Alþingi með fjárlögum að veita stofnuninni einn milljarð króna í aukið eigið fé. Hefur Ríkisendurskoðun ástæðu til að ætla að það sé eitthvað sem sem orki tvímælis í bókhaldi Byggðastofnunar? „Við höfum ekki skoðað það og ekki fengið neitt erindi um það mál frá Byggðastofnun. Við munum skoða það sérstaklega þegar þar að kemur," segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir að Byggðastofnun hafi upplýst Ríkisendurskoðun um að einu tryggingar fyrir lánum Byggðastofnunar til fyrirtækja á sviði rækjuvinnslu sé verðlaus rækjukvóti. Sveinn segir ekkert hafa komið fram um eitthvað óeðlilegt í bókhaldi Byggðastofnunar, en fjárhagur stofnunarinnar er bágborinn. Átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu eru í viðskiptum við Byggðastofnun. Veð í úthafsrækjukvóta eru þremur tilvikum einu tryggingarnar fyrir lánunum, eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi. Þessi fyrirtæki eru einkahlutafélögin Forrest Gump, F420 og Útgerðarfélagið ÞH 380. Stærstu og oft einu eignir þessara fyrirtækja er kvótinn sjálfur. Hann er þá vistaður á skipum annarra lögaðila, en óheimilt er samkvæmt samningsveðlögunum að veðsetja kvótann einan og sér. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er þó sjálfur kvótinn. Skuld fyrirtækjanna fjögurra við Byggðastofnun nemur tæpum 1,3 milljörðum króna. Sé miðað við það leiguverð sem hefur verið á rækjukvóta hefur Byggðastofnun fært verðmæti kvótans í bækur sínar á margföldu „Okkur er vel kunnugt um þau lán sem Byggðastofnun hefur veitt fyrirtækjum á sviði rækjuútgerða og fyrirtækjum sem hafa verið í viðskiptum við Byggðastofnun. Við fylgjumst með þessu nokkuð reglulega," segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er rækjukvótinn, sem stríðir gegn samningsveðlögunum, enda getur kvóti ekki verið veðandlag einn og sér. Ríkisendurskoðun hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við þetta? „Við höfum ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við það, með þeim hætti sem þú ert að lýsa," Hvers vegna ekki? „Við höfum litið svo á að ef lánveitingarnar eru í samræmi við reglur Byggðastofnunar þá hafi þær verið teknar með réttmætum hætti. Þar af leiðandi höfum við ekki séð ástæða til að gera athugasemdir." Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var á síðasta ári undir lögbundnu lágmarki og samþykkti Alþingi með fjárlögum að veita stofnuninni einn milljarð króna í aukið eigið fé. Hefur Ríkisendurskoðun ástæðu til að ætla að það sé eitthvað sem sem orki tvímælis í bókhaldi Byggðastofnunar? „Við höfum ekki skoðað það og ekki fengið neitt erindi um það mál frá Byggðastofnun. Við munum skoða það sérstaklega þegar þar að kemur," segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira