Viðskipti innlent

Segjast ekki hafa heimilað samþjöppun á matvörumarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkeppniseftirlitið segir að samruni Bónuss og Hagkaupa hafi átt sér stað áður en samkeppnislög tóku gildi.
Samkeppniseftirlitið segir að samruni Bónuss og Hagkaupa hafi átt sér stað áður en samkeppnislög tóku gildi.
Samkeppniseftirlitið segist alls ekki hafa heimilað samþjöppun á matvörumarkaði.

Í pistli sem birtur er á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins segir að samkeppnisyfirvöld hafi ekki haft neinar lagalegar forsendur til að koma í veg fyrir samruna Baugs, sem nú heiti Hagar, og 10-11 verslananna. Þá hafi samruni Hagkaupa og Bónusar, í skilningi samkeppnislaga, átt sér stað í nóvember 1992. Samkeppnislög hafi hins vegar tekið gildi 1. mars 1993.

Samkeppniseftirlitið segir tilefni þessa skrifa vera það að í opinberri umfjöllun um matvörumarkaði, nú og á fyrri tíð, hafi því ítrekað verið haldið fram að samkeppnisyfirvöld hafi heimilað samþjöppun í smásölu matvara, nú síðast í tengslum við umræður um breytingar á mjólkurmarkaði. Þannig hafi samkeppnisyfirvöld m.a. leyft Högum að verða markaðsráðandi á þessu sviði matvörumarkaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×