Viðskipti innlent

AGS: Íslenska hagkerfið tekur kröftuglega við sér

Sjóðurinn reiknar reyndar með því að hagvöxtur á milli ársfjórðunga muni mælast hér á landi á síðari hluta yfirstandandi árs sem er það um ári síðar en í nokkrum helstu iðnríkjum heims.
Sjóðurinn reiknar reyndar með því að hagvöxtur á milli ársfjórðunga muni mælast hér á landi á síðari hluta yfirstandandi árs sem er það um ári síðar en í nokkrum helstu iðnríkjum heims.
Íslenska hagkerfið mun taka nokkuð kröftuglega við sér á næsta ári að mati AGS og verður hagvöxturinn hér 2,3% að mati sjóðsins. Þetta er viðlíka hagvöxtur og sjóðurinn spáir að verði í iðnríkjunum að meðaltali það árið (2,4%) og meiri en hann spáir að verði bæði í Bandaríkjunum (1,5%) og á evrusvæðinu (1,5%).

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sjóðurinn reikni reyndar með því að hagvöxtur á milli ársfjórðunga muni mælast hér á landi á síðari hluta yfirstandandi árs sem er það um ári síðar en í nokkrum helstu iðnríkjum heims.

Flest ríki heims eru nú að rétta úr kútnum eftir fjármálakreppu síðustu missera. Í spá sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi frá sér í síðustu viku kemur fram að sjóðurinn reiknar með því að landsframleiðsla iðnríkja heims muni vaxa um 2,3% í ár eftir 3,2% samdrátt í fyrra.

Talsverður hagvöxtur verður í Bandaríkjunum eða 3,1% og nokkuð meiri en á evrusvæðinu þar sem hann verður 1,0% að mati sjóðsins. Hagvöxtur verður í flestum iðnríkjunum en undantekningarnar eru Ísland (-3,0%), Grikkland (-2,0%), Írland (-1,5%), Kýpur (-0,7%) og Spánn (-0,4%). Á meðal iðnríkjanna verður samdrátturinn því mestur hér á landi í ár að mati sjóðsins.

Fjármálakreppan verður bæði dýpri og meira langvarandi hér á landi en í flestum öðrum ríkjum að mati AGS. Samdráttur landsframleiðslu í fyrra var 6,5% hér á landi og mun ekki verða hagvöxtur hér á landi fyrr en á næsta ári að mati sjóðsins. Á sama tíma var samdrátturinn að meðaltali 3,2% í iðnríkjunum, 3,2% í Bandaríkjunum og 4,1% á evrusvæðinu.

Þegar litið er á löndin umhverfis okkur þá eru nokkur sem áttu erfiðara ár á þennan mælikvarða í fyrra en við. Þannig var samdrátturinn í fyrra meiri en hér á landi í Finnlandi (-7,8%), Slóveníu (-7,3%) og Írlandi (-7,1%) en þessi lönd hafa öll átt í talsverðum erfiðleikum sökum fjármálakreppunnar, að því er segir í Morgunkorninu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×