Heilsuverndarstöðin má hýsa hótelrekstur 22. apríl 2010 06:00 Grænt ljós hefur nú verið gefið á að innrétta hótel með um níutíu herbergjum í Heilsuverndarstöðinni. Samsett Mynd/Fréttablaðið Eigendur gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg hafa nú fengið leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að breyta byggingunni í hótel fyrir Icelandair Hotels. „Við ítrekum mikilvægi þess að húsinu sé sýnd sú virðing sem það á skilið,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs. „Af mínum samtölum við eigendur hússins er ljóst að það er mikill vilji til þess að þær breytingar sem munu verða nauðsynlegar séu gerðar í fullu samráði við húsafriðunarnefnd ríkisins og af þeim metnaði sem húsið á skilið.“ Fyrirhuguð breyting á Heilsuverndarstöðinni hefur verið umdeild bæði meðal almennings og eins innan skipualagsráðs þar sem ítarlega hefur verið farið í saumana á málinu, meðal annars með vettvangsferð ráðsins í bygginguna sjálfa með arkitekti og fulltrúum eigenda og Icelandair Hotels. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afgreiðslu málsins frestað á fundi skipulagsráðs í síðustu viku að beiðni Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna. Sóley samþykkti í gær ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs eins og allir aðrir sem í ráðinu sitja. „Það kemur skýrt fram í bókun, sem allir í ráðinu eru sammála um, að auðvitað viljum við að húsið, sem hefur þetta mikla menningarsögulega gildi, haldi áfram að þjóna því hlutverki sem það var hannað fyrir. En eins og kemur líka fram í bókuninni er í raun ekkert í deiliskipulaginu sem segir að þarna megi ekki vera hótel þannig að við höfum engar forsendur til þess að taka neikvætt í þessa fyrirspurn,“ segir Sóley sem ítrekar að enn eigi eftir að fá samþykkt byggingarleyfi. „Ég ætla að leyfa mér að vona áfram að húsið komist í notkun sem er meira við hæfi en hótelrekstur og þá er ég að tala um heilsutengda starfsemi af einhverjum toga,“ segir hún. Breytingarnar sem áætlað er að gera snúast nær alfarið um innra skipulag Heilsuverndarstöðvarinnar og ekki á að snerta á ytra byrði hússins. Ekki náðist í Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair Hotels, í gær en upphafleg áætlun hótelkeðjunnar var sú að hótel yrði opnað í Heilsuverndarstöðinni strax í vor til að ná sumarvertíðinni. Útséð virðist um að þau áform nái fram að ganga úr þessu. gar@frettabladid.is Júlíus Vífill Ingvarsson Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Eigendur gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg hafa nú fengið leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að breyta byggingunni í hótel fyrir Icelandair Hotels. „Við ítrekum mikilvægi þess að húsinu sé sýnd sú virðing sem það á skilið,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs. „Af mínum samtölum við eigendur hússins er ljóst að það er mikill vilji til þess að þær breytingar sem munu verða nauðsynlegar séu gerðar í fullu samráði við húsafriðunarnefnd ríkisins og af þeim metnaði sem húsið á skilið.“ Fyrirhuguð breyting á Heilsuverndarstöðinni hefur verið umdeild bæði meðal almennings og eins innan skipualagsráðs þar sem ítarlega hefur verið farið í saumana á málinu, meðal annars með vettvangsferð ráðsins í bygginguna sjálfa með arkitekti og fulltrúum eigenda og Icelandair Hotels. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afgreiðslu málsins frestað á fundi skipulagsráðs í síðustu viku að beiðni Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna. Sóley samþykkti í gær ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs eins og allir aðrir sem í ráðinu sitja. „Það kemur skýrt fram í bókun, sem allir í ráðinu eru sammála um, að auðvitað viljum við að húsið, sem hefur þetta mikla menningarsögulega gildi, haldi áfram að þjóna því hlutverki sem það var hannað fyrir. En eins og kemur líka fram í bókuninni er í raun ekkert í deiliskipulaginu sem segir að þarna megi ekki vera hótel þannig að við höfum engar forsendur til þess að taka neikvætt í þessa fyrirspurn,“ segir Sóley sem ítrekar að enn eigi eftir að fá samþykkt byggingarleyfi. „Ég ætla að leyfa mér að vona áfram að húsið komist í notkun sem er meira við hæfi en hótelrekstur og þá er ég að tala um heilsutengda starfsemi af einhverjum toga,“ segir hún. Breytingarnar sem áætlað er að gera snúast nær alfarið um innra skipulag Heilsuverndarstöðvarinnar og ekki á að snerta á ytra byrði hússins. Ekki náðist í Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair Hotels, í gær en upphafleg áætlun hótelkeðjunnar var sú að hótel yrði opnað í Heilsuverndarstöðinni strax í vor til að ná sumarvertíðinni. Útséð virðist um að þau áform nái fram að ganga úr þessu. gar@frettabladid.is Júlíus Vífill Ingvarsson
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira