Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,84 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Century Aluminum, sem hækkaði um 0,48 prósent, og Marels, sem hækkaði um 0,28 prósent.
Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,92 prósent. Það endaði í 182 krónum á hlut í fyrradag og hafði þá aldrei verið hærra.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,21 prósent og endaði í 908,7 stigum.