Viðskipti innlent

ALP bílaleigan kaupir 160 Volkswagen Golf og Polo

Sverrir Viðar Hauksson framkvæmdastjóri HEKLU (t.v.) og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri ALP undirrita samninginn í sýningarsal HEKLU við Laugaveg.
Sverrir Viðar Hauksson framkvæmdastjóri HEKLU (t.v.) og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri ALP undirrita samninginn í sýningarsal HEKLU við Laugaveg.

Gengið hefur verið frá samningi milli HEKLU og bílaleigunnar ALP, umboðsaðila AVIS og BUDGET á Íslandi, um kaup bílaleigunnar á 160 nýjum Volkswagen Golf og Volkswagen Polo. Hekla mun afhenda bílana á vormánuðum.

Í tilkynningu segir að Volkswagen bílarnir hafa reynst mjög áreiðanlegir og hafa unnið til fjölda viðurkenninga á undanförnum árum og áratugum. Þannig var Volkswagen Golf nýlega valin öruggasti bíllinn af óháðum samtökum um árekstraprófanir í Evrópu og þá hefur Volkswagen Polo meðal annars verið valinn bíll ársins 2010 af bílatímaritinu AutoBild.

„Við erum mjög ánægð með þennan samning enda eru Volkswagen bílarnir þekktir fyrir áreiðanleika og gæði," segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri ALP. Hann segir útlit fyrir að mikil eftirspurn verði eftir bílaleigubílum í sumar og því sé mikilvægt að velja samstarfsaðila með góða bíla og hátt þjónustustig.

„Við leggjum áherslu á að bjóða nýlega og góða bíla en það er liður í að veita viðskiptavinum okkar afburða þjónustu. Því er það okkur mikil ánægja að gera þennan samning við HEKLU. Miðað við aðstæður í gengismálum eru verðin einnig mjög hagstæð," segir Björn.

Sverrir Viðar Hauksson framkvæmdastjóri HEKLU segir samninginn við ALP til vitnis um gott samstarf HEKLU og ALP á síðustu árum.

„Volkswagen eru annálaðir fyrir gæði og við hjá HEKLU höfum kappkostað að bjóða upp á hátt og gott þjónustustig. Þess vegna má segja að þessi samningur byggi á trausti og góðri reynslu," segir Sverrir Viðar Hauksson.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×