Viðskipti innlent

Ross Beaty vill selja allt að 25% hlut í HS Orku

Ross Beaty forstjóri Magma Energy segir að til greina komi að selja allt að 25% hlut í HS Orku til traustra íslenskra fjárfesta. Hluturinn yrði seldu á pari, það er sama verði og Magma keypti hann á.

Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem rætt er við Beaty um málið. Þar segir hann að málið snúist um að fá réttann fjárfesti inn í stjórn HS orku.

„Við erum að leita að góðum fjárfesti sem kæmi okkur til góða eins og Íslandi og gæti dregið úr þeim pólitíska hávaða sem þróast hefur nýlega," segir Beaty.

Reuters rifjar upp deilu Beaty við söngkonuna Björk en Björk reyndi s.l. sumar að koma í veg fyrir að salan á HS Orku til Magma gengi í gegn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×