Störe opnar fyrir norskt lán án Icesavesamkomulags 11. mars 2010 09:54 Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs hefur dregið úr kröfum sínum gagnvart Íslandi og opnar nú fyrir þann möguleika að Norðmenn láni Íslendingum, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), án þess að lausn sé komin í Icesave deilunni.Blaðið Aftenposten greinir einnig frá að rætt hafi verið um að Norðmenn myndu veita Íslendingum lán fyrir utan AGS pakkan og þá í samvinnu við ESB. „Íslendingar hafa óskað eftir breiðum alþjóðlegum stuðningi. Ef aðrar útgáfur af stuðningi koma fram munum við ekki útiloka að ræða þær," segir Störe.Þetta kemur fram í viðtali við Störe sem Aftenposten birtir í dag en á morgun munu utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Kaupmannahöfn þar sem Icesave deilan verður meðal umræðuefna.„Aðstoð Noregs er bundin áætlun AGS og að okkar mati er sú áætlun ekki bundin við lausn á Icesave deilunni svo lengi sem skilyrði áætlunarinnar standa," segir Störe. „Íslensk stjórnvöld segja mjög ákveðið að skilyrðin séu til staðar og því eigum við að vera opnari fyrir að ræða þessa áætlun innan AGS."Störe leggur áherslu á að norrænu þjóðirnar eigi ekki undir neinum kringumstæðum að standa í vegi fyrir því að málið sé rætt innan AGS. Fram kemur í umfjölluninni að önnur Norðurlönd en Noregur geri skýra kröfu um að Icesave málið leysist áður en þau veita sín lán til Íslands í gegnum AGS. Hann segir að málið verði rætt á fundinum á morgun.Störe segir að hann viti ekki til þess að Bretar og Hollendingar hafi reynt að hindra framgang áætlunar AGS á Íslandi. Og fyrr í vikunni endurtók Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS að hann er reiðubúinn að halda áætluninni áfram án niðurstöðu í Icesave deilunni. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs hefur dregið úr kröfum sínum gagnvart Íslandi og opnar nú fyrir þann möguleika að Norðmenn láni Íslendingum, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), án þess að lausn sé komin í Icesave deilunni.Blaðið Aftenposten greinir einnig frá að rætt hafi verið um að Norðmenn myndu veita Íslendingum lán fyrir utan AGS pakkan og þá í samvinnu við ESB. „Íslendingar hafa óskað eftir breiðum alþjóðlegum stuðningi. Ef aðrar útgáfur af stuðningi koma fram munum við ekki útiloka að ræða þær," segir Störe.Þetta kemur fram í viðtali við Störe sem Aftenposten birtir í dag en á morgun munu utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Kaupmannahöfn þar sem Icesave deilan verður meðal umræðuefna.„Aðstoð Noregs er bundin áætlun AGS og að okkar mati er sú áætlun ekki bundin við lausn á Icesave deilunni svo lengi sem skilyrði áætlunarinnar standa," segir Störe. „Íslensk stjórnvöld segja mjög ákveðið að skilyrðin séu til staðar og því eigum við að vera opnari fyrir að ræða þessa áætlun innan AGS."Störe leggur áherslu á að norrænu þjóðirnar eigi ekki undir neinum kringumstæðum að standa í vegi fyrir því að málið sé rætt innan AGS. Fram kemur í umfjölluninni að önnur Norðurlönd en Noregur geri skýra kröfu um að Icesave málið leysist áður en þau veita sín lán til Íslands í gegnum AGS. Hann segir að málið verði rætt á fundinum á morgun.Störe segir að hann viti ekki til þess að Bretar og Hollendingar hafi reynt að hindra framgang áætlunar AGS á Íslandi. Og fyrr í vikunni endurtók Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS að hann er reiðubúinn að halda áætluninni áfram án niðurstöðu í Icesave deilunni.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira