Sorphirðubreytingar spari um 110 milljónir 27. desember 2010 06:30 Frá og með 1. janúar á næsta ári mun íbúum Reykjavíkur vera gert að færa tunnurnar nær bílunum í hagræðingarskyni. fréttablaðið/gva Væntanlegar breytingar á sorphirðu í Reykjavík munu líklega spara borginni um 110 milljónir króna á komandi ári. Hámarkslengd frá sorptunnu að sorpbíl verður takmörkuð niður í 15 metra og gefst borgarbúum möguleiki á því að borga 4.800 krónur í auka sorphirðugjald. Einnig verður sorp hirt á tíu daga fresti í stað viku, eins og tíðkast hefur. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs, segir að ef áætlanir gangi eftir muni launakostnaður og tímasparnaður skila borginni töluverðum sparnaði, hvort sem borgarbúar greiði aukagjöldin eður ei. Gert er ráð fyrir að um helmingur sorpíláta í Reykjavík standi lengra en 15 metra frá sorpbílum þegar sorphirða á sér stað. Um 40 þúsund tunnur eru í Reykjavík og segir Guðmundur að ef um 40 prósent borgarbúa muni greiða sorphirðugjaldið í stað þess að færa tunnurnar nær bílunum, skili það inn um 70 milljónum aukalega til borgarinnar. „Launa- og hirðukostnaður er um 2/3 af af heildarkostnaði borgarinnar við sorphirðu. Við getum sparað mikið ef tunnurnar koma nær og fáum enn fremur aukatekjur ef fólk borgar aukagjald,“ segir Guðmundur. Áætlaður hirðukostnaður fyrir næsta ár er 470 milljónir, en var um 510 milljónir fyrir 2010. Sorpa tekur um 200 milljónir í móttökugjald og mun það haldast óbreytt á milli ára. Ef áætlaðar tekjur af aukagjöldum, 70 milljónir, eru dregnar frá þessum 470 milljónum, sparar borgin 110 milljónir með hagræðingunum. „Ef fólk trillar fram ílátum í meiri mæli heldur en við höfum gert ráð fyrir, þá spörum við líka,“ segir Guðmundur. „En þetta eru stórar breytingar og mjög gróf áætlun. Við setjum þetta upp eins og okkar tilfinning er fyrir því hvernig íbúarnir munu bregðast við.“ Breytingarnar verða teknar í áföngum og byrjað verður á aðgengilegri hverfum, eins og Grafarvogi og Kjalarnesi. Guðmundur segir miðborgina mun erfiðari þegar kemur að sorphirðu, sökum þröngra gatna og innkeyrslna. „Við munum ekki taka alla borgina og leggja hana undir í einu,“ segir Guðmundur. „Við byrjum smátt og munum ekki hrófla við sorphirðugjöldum fyrr en hugsanlega árið 2012.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Væntanlegar breytingar á sorphirðu í Reykjavík munu líklega spara borginni um 110 milljónir króna á komandi ári. Hámarkslengd frá sorptunnu að sorpbíl verður takmörkuð niður í 15 metra og gefst borgarbúum möguleiki á því að borga 4.800 krónur í auka sorphirðugjald. Einnig verður sorp hirt á tíu daga fresti í stað viku, eins og tíðkast hefur. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs, segir að ef áætlanir gangi eftir muni launakostnaður og tímasparnaður skila borginni töluverðum sparnaði, hvort sem borgarbúar greiði aukagjöldin eður ei. Gert er ráð fyrir að um helmingur sorpíláta í Reykjavík standi lengra en 15 metra frá sorpbílum þegar sorphirða á sér stað. Um 40 þúsund tunnur eru í Reykjavík og segir Guðmundur að ef um 40 prósent borgarbúa muni greiða sorphirðugjaldið í stað þess að færa tunnurnar nær bílunum, skili það inn um 70 milljónum aukalega til borgarinnar. „Launa- og hirðukostnaður er um 2/3 af af heildarkostnaði borgarinnar við sorphirðu. Við getum sparað mikið ef tunnurnar koma nær og fáum enn fremur aukatekjur ef fólk borgar aukagjald,“ segir Guðmundur. Áætlaður hirðukostnaður fyrir næsta ár er 470 milljónir, en var um 510 milljónir fyrir 2010. Sorpa tekur um 200 milljónir í móttökugjald og mun það haldast óbreytt á milli ára. Ef áætlaðar tekjur af aukagjöldum, 70 milljónir, eru dregnar frá þessum 470 milljónum, sparar borgin 110 milljónir með hagræðingunum. „Ef fólk trillar fram ílátum í meiri mæli heldur en við höfum gert ráð fyrir, þá spörum við líka,“ segir Guðmundur. „En þetta eru stórar breytingar og mjög gróf áætlun. Við setjum þetta upp eins og okkar tilfinning er fyrir því hvernig íbúarnir munu bregðast við.“ Breytingarnar verða teknar í áföngum og byrjað verður á aðgengilegri hverfum, eins og Grafarvogi og Kjalarnesi. Guðmundur segir miðborgina mun erfiðari þegar kemur að sorphirðu, sökum þröngra gatna og innkeyrslna. „Við munum ekki taka alla borgina og leggja hana undir í einu,“ segir Guðmundur. „Við byrjum smátt og munum ekki hrófla við sorphirðugjöldum fyrr en hugsanlega árið 2012.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira