Viðskipti innlent

Eignastýring Íslandsbanka verður VÍB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Mynd/ Stefán.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Mynd/ Stefán.
Eignastýring Íslandsbanka mun starfa undir merkjum VÍB á nýju ári. Það verður gert til að aðgreina eignastýringarstarfsemi Íslandsbanka á skýran hátt frá bankastarfsemi á sama tíma og stefnt verður að því að efla starfsemi og þjónustu einingarinnar enn frekar.

VÍB verður staðsett á Kirkjusandi og mun eftir sem áður þjóna viðskiptavinum Íslandsbanka í samvinnu við útibú bankans auk þess að þjóna sparifjáreigendum og öðrum fjárfestum óháð öðrum viðskiptum við Íslandsbanka. Eignastýringarstarfsemi Íslandsbanka var rekin undir merkjum VÍB á árunum 1986-2001.

„Þetta er enn eitt skrefið hjá okkur í að efla sjálfstæði Eignastýringar Íslandsbanka og aðgreina hana á skýran hátt frá annarri bankastarfsemi. Þetta skref endurspeglar þá stefnu okkar að starfsemi eignastýringar sé á hverjum tíma skipulögð með þeim hætti að sjálfstæði hennar sé hafið yfir allan vafa," segir Birna Einarsdóttir bankastjóri í tilkynningu vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×