Viðskipti innlent

Sigmundur Davíð vel lofaður

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á um 1,3 milljarða króna í hreina eign, sem sé eignir umfram skuldir, samkvæmt útreikingum fréttastofu sem byggja á auðlegðarskatti sem hún greiddi. Sigmundur Davíð greiddi ekki auðlegðarskatt. Þau eru ógift.Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, stofnanda Toyota-umboðsins en hann seldi fyrirtækið árið 2005 til Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum.Fjölskyldur greiddu auðlegðarskatt og skilaði hann um 3,8 milljörðum í ríkiskassann, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn.Auðlegðarkatturinn er 1,25% eignaskattur sem lagður er á eignir einhleypra sem áttu meira en 90 milljónir króna í hreinar eignir og hjón eða sambúðarfólk sem áttu meira en 120 milljónir króna.Viðskiptablaðið valdi 25 einstaklinga sem blaðinu þótti athygliverðir í þessu samhengi. Þar kemur fram að faðir Sigmundar Davíðs, Gunnlaugur Sigmundsson, eigi um 370 milljónir króna í hreina eign.Ekki náðist í Önnu Sigurlaugu við vinnslu fréttarinnar og sagðist Sigmundur Davíð ekki vilja tjá sig um fjármál annarra.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.