Handbolti

Sigurbergur með enn einn stórleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts

Sigurbergur Sveinsson heldur áfram að gera það gott í þýsku úrvalsdeildinni en landsliðsmaðurinn hefur farið mikinn í síðustu leikjum.

Sigurbergur skoraði tíu mörk fyrir lið sitt Rheinland í dag er það tapaði fyrir Gummersbach, 38-33.

Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað hjá Rheinland sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×