Það kemur alltaf eitthvað óvænt upp 6. október 2010 06:00 Fráfarandi yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi segir margt hafa áunnist í efnahagsáætlun Íslands, en sigri verði ekki lýst yfir fyrr en tekist hafi verið á við atvinnuleysi í landinu með fullnægjandi hætti. Markaðurinn/Stefán Mark Flanagan hefur í tæp tvö ár verið yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi. Óli Kristján Ármannsson tók Mark tali og fékk hann til að líta yfir farinn veg. Mark segir hrunið hér eitt mesta fjármálahrun seinni tíma. Reynslan sýni að hvert hrun sé einstakt, sérhver staður þurfi sínar lausnir. Viðtekin venja er hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að færa yfirmenn sendinefnda til á tveggja til þriggja ára fresti. Mark Flanagan hefur farið fyrir sendinefnd sjóðsins á Íslandi síðan í ársbyrjun 2009 og því haldið utan um þau skref sem stigin hafa verið í efnahagsáætlun stjórnvalda sem unnin var í samvinnu við sjóðinn. Forveri Marks í starfi var Paul Thomsen og á undan honum fór Petya Koeva með málefni Íslands. Núna tekur Julie Kozack við starfinu, en Mark snýr sér að málefnum Grikklands. Áður en hann tók við málefnum Íslands segist Mark ekki hafa gert sér aðrar hugmyndir um viðfangsefnið en að við mikla erfiðleika yrði að etja. „Með reynslu af vinnu við önnur efnahagsáföll þjóða lærir maður að búast við hinu óvænta. Í eftirleik efnahagshruns er við gífurlega óvissu að fást. Það liggur ekki ljóst fyrir hvernig hagkerfið á eftir að bregðast við. Hefðbundin efnahagslíkön sem stuðst er við í hagstjórn þegar allt leikur í lyndi eru nánast gagnslaus í umhverfi hrunsins og mjög erfitt að spá fyrir um hvað komi til með að gerast,“ segir Mark. Þegar hann tók við málefnum Íslands segist hann hafa reiknað með að myndin tæki að skýrast eftir tólf til átján mánuði, en sú hafi verið raunin annars staðar. Óhefðbundin meðulMótmælt við Alþingi Synd væri að segja að lognmolla væri í kring um efnahags- og stjórnmál þessa dagana. Hávaðamótmæli voru við stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á mánudag, en hér má sjá þá félaga Hákon Jens Pétursson og Sigurð Harðarson (Sigga pönk) berja tunnu og hrópa „vanhæft Alþingi!“ með þúsundum annarra. Markaðurinn/AntonMark segir að mál hafi enda tekið að skýrast hér síðasta árið, hvar við stöndum, stefnan sem þróun efnahagslífsins hefur tekið og að hverju sé raunhæft að stefna. Í upphafi kreppu séu óvissuþættir svo margir og úrlausnarefni svo brýn að hreinlega sé ekki tími til að leggjast nákvæmlega yfir alla þætti. „Það tekur tíma að koma stefnunni á hreint á öllum sviðum og sú var sannarlega raunin á Íslandi. Ég held hins vegar ekki að neitt hafi komið á óvart í hinni stærri mynd. Maður býst við ákveðinni óvissu og að þurfa að bregðast hratt við nýjum upplýsingum. Og það höfum við gert í efnahagsáætluninni,“ segir hann og kveður reglubundna endurskoðun efnahagsáætlana nauðsynlegan þátt í að taka á breyttum aðstæðum eftir því sem slíkum áætlunum vindur fram. Hvert land, þar sem AGS hefur þurft að hafa hönd í bagga, segir Mark Flanagan vera einstakt. Hins vegar hafi að nokkru marki auðveldað og einfaldað verkið hér að um þróað ríki var að ræða. „Ég komst að því að bæði ríkisstjórn og opinberir starfsmenn eru mjög hæfir og hafa staðið sig afar vel í að fást við hrunið. Grunnþættir svona efnahagsáætlana eru hins vegar nokkuð líkir landa á milli,“ segir hann, en kveður aðstæður hér engu að síður hafa kallað á dálítið aðra nálgun en beitt hefur verið áður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í svipuðum aðstæðum. „Hér höfum við og ríkisstjórnin gripið til nokkurra óhefðbundinna ráða, miðað við það sem áður hefur verið gert. Eitt þeirra er beiting gjaldeyrisvarna.“ Mark segir að við upphaf efnahagsáætlunarinnar hafi stjórnvöld og sjóðurinn ákveðið að nota sjálfvirka sveiflujafnara til að draga úr falli hagkerfisins í stað sértækra aðgerða. „Alla jafna höfum við ekki tækifæri til að gera þetta hjá öðrum löndum vegna skorða við fjármögnun, en hér var þetta hægt og ég held að það hafi gert hagkerfinu gott. Hér var því beitt óhefðbundnum meðölum sem sýndi sig að voru mikilvæg viðbót við aðgerðaráætlunina og hjálpuðu til við að koma á jafnvægi.“ Samstarfið við stjórnvöld segir Mark að hafi verið náið og gott. „Við vitum hvert okkar hlutverk er, en það er að vera stjórnvöldum til ráðgjafar. Við vitum að ríkisstjórnin kemur áætluninni í framkvæmd. Og við vitum að við höfum enga lagalega stöðu til þess að koma á þeim aðgerðum sem kveðið er á um efnahagsáætluninni. Enda eigum við enga slíka stöðu að hafa, lönd eru sjálfstæð.“ Eitt mesta hrun seinni tímaVerkefni sjóðsins við að koma með tæknilega ráðgjöf og útvega fjármögnun efnahagsáætlunarinnar segir Mark að hafi gengið vel. „Ríkisstjórnin notar okkur sem rödd sem aðstoðar við að greina mögulegar niðurstöður ólíkra leiða, greina áhættu og velja á milli ólíkra nálgana við lausn mála. Við eigum stöðugt í slíkum viðræðum við stjórnvöld og þau geta hvenær sem þau vilja upplýst um hver skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé á ólíkum málum,“ segir hann og kveðst raunar telja að stjórnvöld ættu að upplýsa um skoðun sjóðsins. „Og svo höldum við blaðamannafundi til að kynna okkar sjónarmið.“ Við hverja endurskoðun efnahagsáætlunarinnar segir Mark hins vegar að náð sé sameiginlegri niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og sjóðsins. „Þannig er samkomulag um stöðuna við hver kaflaskil í efnahagsáætluninni, þótt okkur geti greint á um einhver mál á leiðinni. Hagfræði er ekki nákvæm vísindi og það er rúm fyrir rökræður og ólík sjónarmið.“ Mark Flanagan segir að sigrar hafi vissulega unnist í efnahagsáætlun Íslands, svo sem í að ná niður verðbólgu, í styrkingu krónunnar og viðsnúningi í viðskiptajöfnuði og í ríkisfjármálum. Hann segir sigur hins vegar ekki unninn fyrr en atvinnuleysi hafi verið útrýmt og grunnur lagður að stöðugleika og vexti efnahagslífsins. „Og hvað fjármálakerfið varðar þá varð hér mögulega einhver mesta fjármálakreppa heimsins í seinni tíð, mögulega sú mesta. Hér brast nær hver einasti þáttur fjármálakerfisins eða þurfti endurskipulagningar eða endurfjármögnunar við. Þarna hefur miklum árangri verið náð, því erfitt er að reisa kerfi við eftir jafnalgjört hrun og það hefur tekið lengri tíma en búist var við,“ segir hann en bendir á að nú séu hér starfandi þrír stórir viðskiptabankar og verið sé að ljúka endur fjármögnun flestra sparisjóðanna. „Á heildina litið myndi ég því líta svo á að við höfum unnið allnokkra sigra, en ég held að enginn fagni fyrr en við höfum tekið á atvinnumálunum, sem verða áfram í forgrunni við áframhald efnahagsáætlunarinnar.“ Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Mark Flanagan hefur í tæp tvö ár verið yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi. Óli Kristján Ármannsson tók Mark tali og fékk hann til að líta yfir farinn veg. Mark segir hrunið hér eitt mesta fjármálahrun seinni tíma. Reynslan sýni að hvert hrun sé einstakt, sérhver staður þurfi sínar lausnir. Viðtekin venja er hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að færa yfirmenn sendinefnda til á tveggja til þriggja ára fresti. Mark Flanagan hefur farið fyrir sendinefnd sjóðsins á Íslandi síðan í ársbyrjun 2009 og því haldið utan um þau skref sem stigin hafa verið í efnahagsáætlun stjórnvalda sem unnin var í samvinnu við sjóðinn. Forveri Marks í starfi var Paul Thomsen og á undan honum fór Petya Koeva með málefni Íslands. Núna tekur Julie Kozack við starfinu, en Mark snýr sér að málefnum Grikklands. Áður en hann tók við málefnum Íslands segist Mark ekki hafa gert sér aðrar hugmyndir um viðfangsefnið en að við mikla erfiðleika yrði að etja. „Með reynslu af vinnu við önnur efnahagsáföll þjóða lærir maður að búast við hinu óvænta. Í eftirleik efnahagshruns er við gífurlega óvissu að fást. Það liggur ekki ljóst fyrir hvernig hagkerfið á eftir að bregðast við. Hefðbundin efnahagslíkön sem stuðst er við í hagstjórn þegar allt leikur í lyndi eru nánast gagnslaus í umhverfi hrunsins og mjög erfitt að spá fyrir um hvað komi til með að gerast,“ segir Mark. Þegar hann tók við málefnum Íslands segist hann hafa reiknað með að myndin tæki að skýrast eftir tólf til átján mánuði, en sú hafi verið raunin annars staðar. Óhefðbundin meðulMótmælt við Alþingi Synd væri að segja að lognmolla væri í kring um efnahags- og stjórnmál þessa dagana. Hávaðamótmæli voru við stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á mánudag, en hér má sjá þá félaga Hákon Jens Pétursson og Sigurð Harðarson (Sigga pönk) berja tunnu og hrópa „vanhæft Alþingi!“ með þúsundum annarra. Markaðurinn/AntonMark segir að mál hafi enda tekið að skýrast hér síðasta árið, hvar við stöndum, stefnan sem þróun efnahagslífsins hefur tekið og að hverju sé raunhæft að stefna. Í upphafi kreppu séu óvissuþættir svo margir og úrlausnarefni svo brýn að hreinlega sé ekki tími til að leggjast nákvæmlega yfir alla þætti. „Það tekur tíma að koma stefnunni á hreint á öllum sviðum og sú var sannarlega raunin á Íslandi. Ég held hins vegar ekki að neitt hafi komið á óvart í hinni stærri mynd. Maður býst við ákveðinni óvissu og að þurfa að bregðast hratt við nýjum upplýsingum. Og það höfum við gert í efnahagsáætluninni,“ segir hann og kveður reglubundna endurskoðun efnahagsáætlana nauðsynlegan þátt í að taka á breyttum aðstæðum eftir því sem slíkum áætlunum vindur fram. Hvert land, þar sem AGS hefur þurft að hafa hönd í bagga, segir Mark Flanagan vera einstakt. Hins vegar hafi að nokkru marki auðveldað og einfaldað verkið hér að um þróað ríki var að ræða. „Ég komst að því að bæði ríkisstjórn og opinberir starfsmenn eru mjög hæfir og hafa staðið sig afar vel í að fást við hrunið. Grunnþættir svona efnahagsáætlana eru hins vegar nokkuð líkir landa á milli,“ segir hann, en kveður aðstæður hér engu að síður hafa kallað á dálítið aðra nálgun en beitt hefur verið áður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í svipuðum aðstæðum. „Hér höfum við og ríkisstjórnin gripið til nokkurra óhefðbundinna ráða, miðað við það sem áður hefur verið gert. Eitt þeirra er beiting gjaldeyrisvarna.“ Mark segir að við upphaf efnahagsáætlunarinnar hafi stjórnvöld og sjóðurinn ákveðið að nota sjálfvirka sveiflujafnara til að draga úr falli hagkerfisins í stað sértækra aðgerða. „Alla jafna höfum við ekki tækifæri til að gera þetta hjá öðrum löndum vegna skorða við fjármögnun, en hér var þetta hægt og ég held að það hafi gert hagkerfinu gott. Hér var því beitt óhefðbundnum meðölum sem sýndi sig að voru mikilvæg viðbót við aðgerðaráætlunina og hjálpuðu til við að koma á jafnvægi.“ Samstarfið við stjórnvöld segir Mark að hafi verið náið og gott. „Við vitum hvert okkar hlutverk er, en það er að vera stjórnvöldum til ráðgjafar. Við vitum að ríkisstjórnin kemur áætluninni í framkvæmd. Og við vitum að við höfum enga lagalega stöðu til þess að koma á þeim aðgerðum sem kveðið er á um efnahagsáætluninni. Enda eigum við enga slíka stöðu að hafa, lönd eru sjálfstæð.“ Eitt mesta hrun seinni tímaVerkefni sjóðsins við að koma með tæknilega ráðgjöf og útvega fjármögnun efnahagsáætlunarinnar segir Mark að hafi gengið vel. „Ríkisstjórnin notar okkur sem rödd sem aðstoðar við að greina mögulegar niðurstöður ólíkra leiða, greina áhættu og velja á milli ólíkra nálgana við lausn mála. Við eigum stöðugt í slíkum viðræðum við stjórnvöld og þau geta hvenær sem þau vilja upplýst um hver skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé á ólíkum málum,“ segir hann og kveðst raunar telja að stjórnvöld ættu að upplýsa um skoðun sjóðsins. „Og svo höldum við blaðamannafundi til að kynna okkar sjónarmið.“ Við hverja endurskoðun efnahagsáætlunarinnar segir Mark hins vegar að náð sé sameiginlegri niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og sjóðsins. „Þannig er samkomulag um stöðuna við hver kaflaskil í efnahagsáætluninni, þótt okkur geti greint á um einhver mál á leiðinni. Hagfræði er ekki nákvæm vísindi og það er rúm fyrir rökræður og ólík sjónarmið.“ Mark Flanagan segir að sigrar hafi vissulega unnist í efnahagsáætlun Íslands, svo sem í að ná niður verðbólgu, í styrkingu krónunnar og viðsnúningi í viðskiptajöfnuði og í ríkisfjármálum. Hann segir sigur hins vegar ekki unninn fyrr en atvinnuleysi hafi verið útrýmt og grunnur lagður að stöðugleika og vexti efnahagslífsins. „Og hvað fjármálakerfið varðar þá varð hér mögulega einhver mesta fjármálakreppa heimsins í seinni tíð, mögulega sú mesta. Hér brast nær hver einasti þáttur fjármálakerfisins eða þurfti endurskipulagningar eða endurfjármögnunar við. Þarna hefur miklum árangri verið náð, því erfitt er að reisa kerfi við eftir jafnalgjört hrun og það hefur tekið lengri tíma en búist var við,“ segir hann en bendir á að nú séu hér starfandi þrír stórir viðskiptabankar og verið sé að ljúka endur fjármögnun flestra sparisjóðanna. „Á heildina litið myndi ég því líta svo á að við höfum unnið allnokkra sigra, en ég held að enginn fagni fyrr en við höfum tekið á atvinnumálunum, sem verða áfram í forgrunni við áframhald efnahagsáætlunarinnar.“
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira