Viðskipti innlent

Krítarfyrirtæki ákærð

Eric Holder dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. nordicphotos/AFP
Eric Holder dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. nordicphotos/AFP
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað dómsmál á hendur þremur stærstu kreditkortafyrirtækjum landsins, American Express, Mastercard og Visa, fyrir brot á samkeppnislögum.

Eric Holder dómsmálaráðherra sagði jafnframt samkomulag hafa tekist við tvö fyrirtækjanna, Mastercard og Visa, sem lofa að banna ekki kaupmönnum að veita notendum tiltekinna korta afslátt.

Holder sagði fyrirtækin hafa haldið neytendum í gíslingu, en nú eigi að snúa því við og neytendur eigi að hagnast.- gb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×