Handbolti

Ólafur með fjögur í sigri Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Ólafur Stefánsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Bongarts

Rhein-Neckar Löwen vann fjögurra marka útisigur á Lübbecke, 34-30, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson tvö. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins og það ekki enn tapað leik síðan hann tók við því í síðasta mánuði.

Þórir Ólafsson var markahæstur í liði Lübbecke með sjö mörk en heimamenn höfðu forystuna í hálfleik, 18-16.

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt unnu Hannover-Burgdorf, 31-28. Aron Kristjánsson er þjálfari síðarnefnda liðsins.

Hannes Jón Jónsson skoraði sex mörk fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tvö hvor.

Þá töpuðu nýliðar Rheinland fyrir Hamburg, 32-22, á heimavelli. Sigurbergur Sveinsson skoraði þrjú mörk fyrir Rheinland og Árni Sigtryggsson eitt.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel sem vann stórsigur á Göppingen, 39-24. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.

Fimm lið eru efst og jöfn í deildinni með tólf stig - Füchse Berlin, Kiel, Hamburg, Rhein-Neckar Löwen og Flensburg. Fyrstnefnda liðið á þó leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×