Körfubolti

Darrell Flake aftur til Skallagríms

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Flake með Matthíasi Imslands, forstjóra Iceland Express.
Flake með Matthíasi Imslands, forstjóra Iceland Express. Fréttablaðið/E.Stefán
Darrell Flake hefur ákveðið að spila með Skallagrími í 1. deildinni í körfubolta í vetur. Flake lék með liðinu árin 2006 til 2008.Bandaríkjamaðurinn lék með Grindvíkingum á síðasta tímabili og skoraði 20.5 stig að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 7,3 fráköst að meðaltali.„Ég naut þessara tveggja tímabila sem ég spilaði í Borgarnesi áhangendurnir voru frábærir. Einnig var ég með frábæra liðsfélaga með mér, þannig að það var ekki erfið ákvörðun að koma aftur í Borgarnes, jafnvel þótt við spilum í 1.deild í vetur," sagði Flake við heimasíðu Skallagríms."Markmið mitt í vetur er að hjálpa liðinu í baráttunni um úrvalsdeildarsæti og einnig ætla ég að leggja mitt af mörkum til þess að móta þessa ungu drengi sem eru í liðinu."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.