Körfubolti

Darrell Flake aftur til Skallagríms

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Flake með Matthíasi Imslands, forstjóra Iceland Express.
Flake með Matthíasi Imslands, forstjóra Iceland Express. Fréttablaðið/E.Stefán
Darrell Flake hefur ákveðið að spila með Skallagrími í 1. deildinni í körfubolta í vetur. Flake lék með liðinu árin 2006 til 2008.Bandaríkjamaðurinn lék með Grindvíkingum á síðasta tímabili og skoraði 20.5 stig að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 7,3 fráköst að meðaltali.„Ég naut þessara tveggja tímabila sem ég spilaði í Borgarnesi áhangendurnir voru frábærir. Einnig var ég með frábæra liðsfélaga með mér, þannig að það var ekki erfið ákvörðun að koma aftur í Borgarnes, jafnvel þótt við spilum í 1.deild í vetur," sagði Flake við heimasíðu Skallagríms."Markmið mitt í vetur er að hjálpa liðinu í baráttunni um úrvalsdeildarsæti og einnig ætla ég að leggja mitt af mörkum til þess að móta þessa ungu drengi sem eru í liðinu."Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.