Viðskipti innlent

Moody´s setur Færeyjabanka á athugunarlista

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Færeyjabanka á athugunarlista hjá sér með neikvæðum horfum. Ástæðan eru nýlega kaup Færeyjabanka á 12 útibúum Sparbank í Danmörku og á Grænlandi.

Í tilkynningu segir að lánshæfieinkunn Færeyjabanka sé A3/P-2/C- sem stendur. Fram kemur að Moody´s telji fyrrgreind kaup umtalsverð samanborið við stærð Færeyjabanka. Því muni Moody´s endurskoða lánshæfismatið með tiliti til áhrifa af kaupunum á lánstraust bankans og stjórnunarkostnað.

Færeyjabanki segir að bankinn sé enn með þægilegt mat hjá Moody´s og að hugsanleg lækkun þess muni ekki hafa áhrif á fjármögnunarstöðu bankans.

Þá er tekið fram í tilkynningunni að Færeyjabanki njóti ríkisábyrgðar frá dönskum stjórnvöldum fram til loka september í ár hvað varðar ótryggðar kröfur á hendur bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×