Viðskipti innlent

Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt inn 60 riftunarmálum

Sigríður Mogensen skrifar
Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt 60 riftunarmálum fyrir dómstóla og er fjöldi annarra riftunarmála og aðgerða í undirbúningi og mun þeim verða framfylgt á næstunni.

Um er að ræða riftun á lánveitingum og öðrum viðskiptum gamla Kaupþings. Slitastjórnin réð endurskoðunarskrifstofuna PWC til að kanna grundvöll fyrir riftunarmálum og er sú vinna enn í gangi. Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar, segir að það komi í ljós á næstu mánuðum hvort fyrrverandi stjórnendum eða öðrum verði stefnt til greiðslu skaðabóta.

Slitastjórnin fundaði með kröfuhöfum bankans í morgun en hún hefur nú lokið því verkefni að taka afstöðu til allra krafna. Heildarfjárhæð þeirra kafna sem slitastjórnin hefur endanlega samþykkt nemur rúmum 400 milljörðum en kröfum að fjárhæð 700 milljarða hefur verið hafnað.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal sem Sigríður Mogensen fréttamaður tók við Ólaf Garðarsson að loknum kröfuhafafundi í morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×