HSÍ tapaði rúmum 23 milljónum á síðasta rekstrarári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2010 23:15 Knútur Hauksson, formaður HSÍ. Mynd/Stefán Ársþing HSÍ var haldið í dag en á því var Knútur G. Hauksson endurkjörinn formaður sambandsins. Þá var einnig gert upp síðasta rekstrarár í tölum. Fram kom að HSÍ hafi tapað rúmum 23 milljónum króna á síðasta ári og segir í tilkynningu frá sambandinu að það megi helst rekja til efnahagshrunsins. Framlög og styrkir drógust saman á meðan að útgjöld hækkuðu vegna slæmrar stöðu íslensku krónunnar. Eigið fé sambandsins er jákvætt eða tæpar 20 milljónir króna. Í fyrra nam hagnaður sambandsins 43 milljónum króna. Annars voru litlar breytingar gerðar á lögum sambandsins. Tilkynninguna frá HSÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: "53. Ársþing HSÍ var haldið í dag 21. Apríl 2010. Þingstörf gengu mjög vel fyrir sig. Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþingi þar sem miklar breytingar voru gerðar fyrir tveim árum síðan sem gerði það að verkum að ársþing HSÍ fjallar eingöngu um lög sambandsins en ekki reglugerðir. Velta sambandsins á árinu var 152.888.010.- Tap var á rekstrarárinu 2009 23.497.992.-. Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 19.826.842.- Tap ársins má rekja að stærstum hluta til efnahagshrunsins sem varð á Íslandi en framlög og styrkir drógust saman á meðan að útgjöld hækkuðu töluvert vegna stöðu íslensku krónunnar og hækkunar á ferðakostnaði. Kosið var um formann HSÍ og var Knútur G Hauksson endurkjörinn formaður. Kosið var um 4 stjórnarmenn til tveggja ára en það eru: Árni Þór Árnason, Guðjón L. Sigurðsson, Gunnar Erlingsson og Kristján Arason. Gunnar kemur í stjórn í stað Harðar Davíðs Harðarsonar sem gaf ekki kost á sér áfram. Kosið var um 3 varamenn til eins árs en það voru þau Hannes Karlsson, Þorbjörg Gunnarsdóttir og Þorgeir Haraldsson." Íslenski handboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Ársþing HSÍ var haldið í dag en á því var Knútur G. Hauksson endurkjörinn formaður sambandsins. Þá var einnig gert upp síðasta rekstrarár í tölum. Fram kom að HSÍ hafi tapað rúmum 23 milljónum króna á síðasta ári og segir í tilkynningu frá sambandinu að það megi helst rekja til efnahagshrunsins. Framlög og styrkir drógust saman á meðan að útgjöld hækkuðu vegna slæmrar stöðu íslensku krónunnar. Eigið fé sambandsins er jákvætt eða tæpar 20 milljónir króna. Í fyrra nam hagnaður sambandsins 43 milljónum króna. Annars voru litlar breytingar gerðar á lögum sambandsins. Tilkynninguna frá HSÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: "53. Ársþing HSÍ var haldið í dag 21. Apríl 2010. Þingstörf gengu mjög vel fyrir sig. Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþingi þar sem miklar breytingar voru gerðar fyrir tveim árum síðan sem gerði það að verkum að ársþing HSÍ fjallar eingöngu um lög sambandsins en ekki reglugerðir. Velta sambandsins á árinu var 152.888.010.- Tap var á rekstrarárinu 2009 23.497.992.-. Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 19.826.842.- Tap ársins má rekja að stærstum hluta til efnahagshrunsins sem varð á Íslandi en framlög og styrkir drógust saman á meðan að útgjöld hækkuðu töluvert vegna stöðu íslensku krónunnar og hækkunar á ferðakostnaði. Kosið var um formann HSÍ og var Knútur G Hauksson endurkjörinn formaður. Kosið var um 4 stjórnarmenn til tveggja ára en það eru: Árni Þór Árnason, Guðjón L. Sigurðsson, Gunnar Erlingsson og Kristján Arason. Gunnar kemur í stjórn í stað Harðar Davíðs Harðarsonar sem gaf ekki kost á sér áfram. Kosið var um 3 varamenn til eins árs en það voru þau Hannes Karlsson, Þorbjörg Gunnarsdóttir og Þorgeir Haraldsson."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni