Viðskipti innlent

Veit ekki til þess að eignir verði kyrrsettar

Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrir miðju. Frá ársfundi FL Group árið 2005. Þorsteinn M. Jónsson, Skarphéðinn Berg og Hannes Smárason. Mynd/GVA
Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrir miðju. Frá ársfundi FL Group árið 2005. Þorsteinn M. Jónsson, Skarphéðinn Berg og Hannes Smárason. Mynd/GVA
Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 frá í gær um kyrrsetningu eigna stjórnarmanna félagsins. Hann viti ekki til þess að standi til að skattrannsóknarstjóri hyggist kyrrsetja eignir hans.

Við rannsókn skattrannsóknarstjóra á málefnum FL Group, nú Stoða árið 2009, hafi hann verið kallaður til skýrslutöku. Þar hafi skýrt komið fram að rannsóknin beindist að skattskilum félagsins en ekki hans persónulega. Ef til endurálagningar kæmi væri því um að ræða endurálagningu vegna skatta FL Group.


Tengdar fréttir

Grunur um að tekjum hafi verið skotið undan

Skattyfirvöld munu fara fram á að eignir Skarphéðins Berg Steinarssonar, Jóns Sigurðssonar, Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verði kyrrsettar. Þeir voru allir í forsvari fyrir FL Group á árunum 2006 og 2007 en grunur leikur á að tekjum hafi verið skotið undan í rekstri félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×