Innlent

Dæmd fyrir að löðrunga lögregluþjón

Lögreglan.
Lögreglan.

Átján ára stúlka var dæmd í morgun í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að löðrunga lögregluþjón í Kópavogi. Konan sló lögregluþjóninn í nóvember árið 2009. Samkvæmt ákæruskjali hlaut lögreglumaðurinn mar á kinnbeinsboga.

Konan játaði brot sitt skýlaust. Hún var áður dæmd fyrir fíkniefnamisferli þegar hún var sextán ára gömul. Í ljósi þess hversu ung hún er þá fannst dómara réttast að dæmda konuna í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Haldi hún skilorð í tvö ár fellur refsing niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×