Blóðtaka fyrir ríkissjóð ef Actavis fer úr landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2010 12:15 Ef Actavis verður yfirtekið af Deutsche Bank hefur það ekki neina afgerandi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf að undanskildu að íslenska ríkið fer á mis við töluvert af skattekjum, að sögn Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings. Það er þó háð því bankinn færi höfuðstöðvarnar úr landi, en engar vísbendingar eru um að það verði raunin. Ásgeir Jónsson segir að þegar erlendir aðilar skoði Ísland og skuldastöðu íslenskra fyrirtækja skoði þeir heildarskuldastöðu fyrirtækjanna. Þess vegna sé m.a vikið að samtölu erlendra skulda íslenskra fyrirtækja í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagsáætlunar fyrir Ísland, en þar birtist samheitalyfjafyrirtækið Actavis með þúsund milljarða króna í erlendum skuldum, en skuldirnar eru 70 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Meira en 90 prósent tekna frá erlendum mörkuðum Deutsche Bank fjármagnaði að langstærstum huta yfirtöku Novators á Actavis sumarið 2007. Eins og fréttastofa greindi frá í gær samkvæmt heimildum hafa verið gerð drög að samkomulagi um yfirtöku þýska bankans á meirihluta í fyrirtækinu, en Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Novators hefur hafnað því að slík áform séu uppi á borðum.Meira en 90 prósent af tekjum Actavis koma frá erlendum mörkuðum. Ef fyrirtækið yrði í erlendri eigu og flytti höfuðstöðvar sínar úr landi myndi það ekki greiða tekjuskatt hér á landi, því færi íslenska ríkið á mis við mjög mikið af skatttekjum. Ef Deutsche Bank ákveddi að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins áfram hér á Íslandi það greiða áfram tekjuskatt hér.Að sögn Ásgeirs Jónssonar er tilhneiging hjá fyrirtækjum að ráða starfsfólk frá því landi sem það hefur höfuðstöðvar. Því ætti erlent eignarhald á Actavis, ef það verður einhvern tímann að veruleika, ekki að hafa teljandi áhrif á starfsmannahaldið. Jafnframt hefur verið bent á að óábyrgt sé að skipta út stjórnendum og starfsfólki sem hafi byggt upp sérþekkingu á viðkomandi markaði um langa hríð.Þegar Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út úr Actavis sumarið 2007 með 5 milljarða evra láni frá Deutsche Bank, hundrað milljóna evra láni frá Kaupþingi og 206 milljóna evra láni frá Landsbankanum í Lundúnum, átti sér stað gríðarleg innspýting fjármagns inn í íslenskt efnahagslíf. Þessum peningum var varið af stórum hluta með fjárfestingu hér á landi með jákvæðum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Tengdar fréttir Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16. janúar 2010 12:14 Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16. janúar 2010 18:30 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Ef Actavis verður yfirtekið af Deutsche Bank hefur það ekki neina afgerandi þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf að undanskildu að íslenska ríkið fer á mis við töluvert af skattekjum, að sögn Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings. Það er þó háð því bankinn færi höfuðstöðvarnar úr landi, en engar vísbendingar eru um að það verði raunin. Ásgeir Jónsson segir að þegar erlendir aðilar skoði Ísland og skuldastöðu íslenskra fyrirtækja skoði þeir heildarskuldastöðu fyrirtækjanna. Þess vegna sé m.a vikið að samtölu erlendra skulda íslenskra fyrirtækja í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagsáætlunar fyrir Ísland, en þar birtist samheitalyfjafyrirtækið Actavis með þúsund milljarða króna í erlendum skuldum, en skuldirnar eru 70 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Meira en 90 prósent tekna frá erlendum mörkuðum Deutsche Bank fjármagnaði að langstærstum huta yfirtöku Novators á Actavis sumarið 2007. Eins og fréttastofa greindi frá í gær samkvæmt heimildum hafa verið gerð drög að samkomulagi um yfirtöku þýska bankans á meirihluta í fyrirtækinu, en Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Novators hefur hafnað því að slík áform séu uppi á borðum.Meira en 90 prósent af tekjum Actavis koma frá erlendum mörkuðum. Ef fyrirtækið yrði í erlendri eigu og flytti höfuðstöðvar sínar úr landi myndi það ekki greiða tekjuskatt hér á landi, því færi íslenska ríkið á mis við mjög mikið af skatttekjum. Ef Deutsche Bank ákveddi að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins áfram hér á Íslandi það greiða áfram tekjuskatt hér.Að sögn Ásgeirs Jónssonar er tilhneiging hjá fyrirtækjum að ráða starfsfólk frá því landi sem það hefur höfuðstöðvar. Því ætti erlent eignarhald á Actavis, ef það verður einhvern tímann að veruleika, ekki að hafa teljandi áhrif á starfsmannahaldið. Jafnframt hefur verið bent á að óábyrgt sé að skipta út stjórnendum og starfsfólki sem hafi byggt upp sérþekkingu á viðkomandi markaði um langa hríð.Þegar Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út úr Actavis sumarið 2007 með 5 milljarða evra láni frá Deutsche Bank, hundrað milljóna evra láni frá Kaupþingi og 206 milljóna evra láni frá Landsbankanum í Lundúnum, átti sér stað gríðarleg innspýting fjármagns inn í íslenskt efnahagslíf. Þessum peningum var varið af stórum hluta með fjárfestingu hér á landi með jákvæðum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki og atvinnulíf.
Tengdar fréttir Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16. janúar 2010 12:14 Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16. janúar 2010 18:30 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis lýtur nú stjórn Deutsche Bank. Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og eigandi Actavis, hefur þó ekki misst eignarhald á félaginu. 16. janúar 2010 12:14
Deutsche Bank að yfirtaka Actavis - Björgólfur í minnihluta Björgólfur Thor Björgólfsson er að missa samheitalyfjafyrirtækið Actavis í hendur Deutsche Bank. Drög að samkomulagi um yfirtöku bankans á fyrirtækinu liggja fyrir, en þau gera ráð fyrir að Björgólfur haldi áfram utan um minnihluta í fyrirtækinu. 16. janúar 2010 18:30