Gengi hlutabréfa Færeyjabanka hækkaði um 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marels um 1,49 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,8 prósent.
Á sama tíma féll gengi bréfa Icelandair Group um 6,67 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,44 prósent og endaði í rétt tæpum 820 stigum.