Alltaf í boltanum Brynhildur Björnsdóttir skrifar 29. janúar 2010 06:00 Ég geysist inn á leikskóla á slaginu hálffimm núll þrjú, parkera barnavagninum beint fyrir útgönguleiðinni, velti fyrir mér fjölda afa og amma í forstofunni á meðan ég hraðsigli inn á deild og man skyndilega að í dag var afa- og ömmukaffi. Sem ég var náttúrulega búin að steingleyma. Enda annað parið úr bænum og ekkert víst að hinn afinn hefði fengist til að koma í dag, þó að hann vilji annars allt fyrir afastelpuna gera og rúmlega það. Um leið og ég birtist í gættinni, sakbitin og enn með heyrnartappa í eyrunum, spyr kennarinn: hvernig fór leikurinn? Ég stend í miðjum óvenju fákvennum leikfimitíma og við sem þar erum lyftum lærum og ímyndum okkur að við séum svanir. Ein er með farsímann sinn í óðaönn að senda skilaboðin: Hvernig fór leikurinn? Og engin okkar trúir því að fjögurra marka forskot hafi glutrast niður í jafntefli á meðan við dönsuðum ýmist samba eða ballett í fimmtán mínútur. Það er allt að verða vitlaust. Borgarumferðin í Reykjavík þessa dagana minnir á Eurovisionkvöldið 1986 en það var einmitt árið þegar ég byrjaði að halda með landsliðinu í handbolta eftir að hafa séð Þorgils Óttar með rauða dulu um fótinn skjóta okkur í sjötta sæti á HM í Sviss. Ekki köttur á kreiki. Hvar sem einn maður talar við sjálfan sig, hvað þá fleiri, er hann að tala um handbolta. Sem er dásamleg tilbreyting frá því sem hefur verið í umræðunni síðustu vikurnar, mánuðina, árin eiginlega, allt frá því að silfurstrákarnir okkar komu heim á Arnarhól í ágúst 2008. Ég held að þetta sé meðal annars vegna þess að tölfræði handboltans er slík að þó að við töpum eða gerum jafntefli getur það samt nægt okkur til sigurs ef ytri aðstæður, hæfni og heppni einhverra annarra leyfa. Stríðið er aldrei tapað. Nema auðvitað hjá Rússunum um daginn sem voru svo elskulegir að gefa ungu strákunum okkar bráðnauðsynlegan æfingaleik í miðju móti. Annars er handboltalandsliðið ekkert hollt fyrir okkur Íslendinga þessa dagana. Það fær okkur til að trúa að við séum ævintýrahetjur, fámenn þjóð snillinga sem standa uppi í hárinu á stórþjóðum, vinna þær og fá kóngsríkið og hálfa prinsessuna, niðurfellingu skulda og velvild í alþjóðasamfélaginu að launum. Bara af því að við erum dugleg. Og heppin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Ég geysist inn á leikskóla á slaginu hálffimm núll þrjú, parkera barnavagninum beint fyrir útgönguleiðinni, velti fyrir mér fjölda afa og amma í forstofunni á meðan ég hraðsigli inn á deild og man skyndilega að í dag var afa- og ömmukaffi. Sem ég var náttúrulega búin að steingleyma. Enda annað parið úr bænum og ekkert víst að hinn afinn hefði fengist til að koma í dag, þó að hann vilji annars allt fyrir afastelpuna gera og rúmlega það. Um leið og ég birtist í gættinni, sakbitin og enn með heyrnartappa í eyrunum, spyr kennarinn: hvernig fór leikurinn? Ég stend í miðjum óvenju fákvennum leikfimitíma og við sem þar erum lyftum lærum og ímyndum okkur að við séum svanir. Ein er með farsímann sinn í óðaönn að senda skilaboðin: Hvernig fór leikurinn? Og engin okkar trúir því að fjögurra marka forskot hafi glutrast niður í jafntefli á meðan við dönsuðum ýmist samba eða ballett í fimmtán mínútur. Það er allt að verða vitlaust. Borgarumferðin í Reykjavík þessa dagana minnir á Eurovisionkvöldið 1986 en það var einmitt árið þegar ég byrjaði að halda með landsliðinu í handbolta eftir að hafa séð Þorgils Óttar með rauða dulu um fótinn skjóta okkur í sjötta sæti á HM í Sviss. Ekki köttur á kreiki. Hvar sem einn maður talar við sjálfan sig, hvað þá fleiri, er hann að tala um handbolta. Sem er dásamleg tilbreyting frá því sem hefur verið í umræðunni síðustu vikurnar, mánuðina, árin eiginlega, allt frá því að silfurstrákarnir okkar komu heim á Arnarhól í ágúst 2008. Ég held að þetta sé meðal annars vegna þess að tölfræði handboltans er slík að þó að við töpum eða gerum jafntefli getur það samt nægt okkur til sigurs ef ytri aðstæður, hæfni og heppni einhverra annarra leyfa. Stríðið er aldrei tapað. Nema auðvitað hjá Rússunum um daginn sem voru svo elskulegir að gefa ungu strákunum okkar bráðnauðsynlegan æfingaleik í miðju móti. Annars er handboltalandsliðið ekkert hollt fyrir okkur Íslendinga þessa dagana. Það fær okkur til að trúa að við séum ævintýrahetjur, fámenn þjóð snillinga sem standa uppi í hárinu á stórþjóðum, vinna þær og fá kóngsríkið og hálfa prinsessuna, niðurfellingu skulda og velvild í alþjóðasamfélaginu að launum. Bara af því að við erum dugleg. Og heppin.