Innlent

Fengu frest fram til ágústloka

Erfitt reyndist að setja saman samráðsnefnd hagsmunaaðila.
Erfitt reyndist að setja saman samráðsnefnd hagsmunaaðila. fréttablaðið/vilhelm

Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytis sem leggja á fram tillögur að heildstæðum breytingum og umbótum á skattkerfinu fundar í fyrsta sinn með samráðsnefnd hagsmunaaðila í dag.„Þetta verður örugglega gagnlegur fundur," segir Maríanna Jónasdóttir, formaður starfshópsins.

Starfshópurinn var settur á laggirnar um miðjan apríl. Samráðsnefnd hagsmunaaðila sem starfshópurinn á að ræða við í tengslum við skattatillögurnar var stofnaður á sama tíma. Maríanna sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku það hafa reynst þrautina þyngri enda fleiri óskað eftir þátttöku en upphaflega var stefnt að.

Nítján hagsmunaaðilar, þar af allir flokkar, eiga sæti í nefndinni og fengu þeir boðunarbréf fyrir helgi. Óskað var eftir því að tveir væru tilnefndir, einn af hvoru kyni. Það gekk ekki eftir.

Starfshópurinn átti að skila fyrstu áfangaskýrslu með tillögum að breytingum 15. júlí. Maríanna segir það frá upphafi hafa verið knappan tíma. Fjármálaráðherra hefur nú lengt frestinn, sem rennur út 31. ágúst næstkomandi. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×