Viðskipti innlent

Líklegt að gengi krónunnar veikist áfram

Líklegt þykir að gengi krónunnar muni halda áfram að veikjast sökum útflæðis á vaxtagreiðslum erlendra aðila úr landinu.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að krónan veiktist nokkuð í síðustu viku og lækkaði gengisvísitalan um 1,29% og endaði í 208,22. Líklegt er að útflæði vegna gjalddaga á ríkisskuldabréfinu RIKB 10 1210 hafi haft áhrif, en erlendir fjárfestar hafa heimild til að flytja vaxtagreiðslur úr landi. Engin regla hefur verið á því hvort áður nefndir aðilar hafi nýtt sér þessa heimild.

Um áramót falla til vextir af innlánum og því ekki ólíklegt að það valdi nokkru útflæði gjaldeyris. Samkvæmt riti Seðlabanka Íslands, „Fjármálastöðugleiki" námu innlán erlendra aðila um mitt ár 238 milljörðum kr. í krónum og 58 milljörðum kr. í erlendum gjaldeyri.

Ef vaxtagreiðslur verða fluttar úr landi mun það sem fellur til af innlánum í krónum hafa áhrif til veikingar krónunnar auk minnkunar á gjaldeyrisforða Seðlabankans, að því er segir í Markaðsfréttunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×