Viðskipti innlent

Danir áhugasamir um 250 milljarða króna stefnu gamla Landsbankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slitastjórn Landsbanka Íslands undirbýr stefnu gegn fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans.
Slitastjórn Landsbanka Íslands undirbýr stefnu gegn fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans.
Helstu fréttamiðlar í Danmörku hafa fjallað um 250 milljarða skaðabótakröfu sem slitastjórn Landsbanka Íslands undirbýr gegn fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans.

Í frétt á vefnum epn.dk segir að þegar hafi verið ráðist til atlögu gegn þeim sem fóru fyrir Glitni og Kaupþingi. Hins vegar hafi Íslendingar spurt sig hvers vegna ekkert hafi verið hreyft við stjórnendum gamla Landsbankans.

Dönsku miðlarnir vísa í orð Herdísar Hallmarsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans, en hún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að ákvörðun um málshöfðun muni verða tekin á næstu vikum


Tengdar fréttir

Landsbankinn undirbýr 250 milljarða skaðabótakröfu

Slitastjórn Landsbankans telur að fyrrverandi eigendur og stjórnendur bankans beri skaðabótaskyldu gagnvart bankanum upp á 250 milljarða króna. Ákvörðun um skaðabótamál verður tekin á næstu vikum. Að auki vinnur slitastjórnin að riftun samninga upp á um 90 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×