Ríkið gæti tapað milljörðum á Sjóvá 18. júlí 2010 18:32 Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum. Til að tryggja rekstrargrundvöll tryggingafélagsins Sjóvár eftir að móðurfélag þess fór í þrot lögðu ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki félaginu til sextán milljarða króna, en þar af átti ríkissjóður tólf milljarða. Sjóvá hefur nú verið í söluferli í nokkra mánuði og er nú svo komið að aðeins einn tilboðsgjafi stendur eftir. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, vildi í samtali við fréttastofu ekki gefa upp hver það væri en DV greindi frá því að um væri að ræða Heiðar Má Guðjónsson hagfræðing, en hann var áður náinn samstarfsmaður Björgólfs Thor Björgólfssonar hjá Novator. Heiðar Már hefur undanfarið ár starfað hjá vogunarsjóði í Sviss. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mjög ósennilegt að Heiðar Már hafi fjárhagslegt bolmagn til að standa að kaupunum einn en hann er sagður í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Björgólfur Thor ekki á meðal þeirra. Svo má til gamans geta að Heiðar Már er tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra og var meðal álitsgjafa í kvikmyndinni Draumalandið sem byggð var á samnefndri bók þar sem hann varaði við stórframkvæmdum á þenslutímum, en hann var andvígur Kárahnjúkavirkjun. Árni Tómasson sagði í samtali við fréttastofu að væntanlegur kaupandi væri að framkvæma áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu í dag og niðurstaða lægi ekki fyrir fyrr en þeirri vinnu væri lokið. Árni sagði að til þess að ríkissjóður kæmi skaðlaus frá eignarhaldi sínu á Sjóvá þyrftu að minnsta kosti sextán milljarðar króna að fást fyrir fyrirtækið í söluferlinu. Árni vill ekkert gefa upp um verð en fari svo að tveir þriðju þeirrar upphæðar fáist tapar ríkissjóður rúmlega fjórum milljörðum króna miðað við fjármuni sem hann lagði fyrirtækinu til. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum. Til að tryggja rekstrargrundvöll tryggingafélagsins Sjóvár eftir að móðurfélag þess fór í þrot lögðu ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki félaginu til sextán milljarða króna, en þar af átti ríkissjóður tólf milljarða. Sjóvá hefur nú verið í söluferli í nokkra mánuði og er nú svo komið að aðeins einn tilboðsgjafi stendur eftir. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, vildi í samtali við fréttastofu ekki gefa upp hver það væri en DV greindi frá því að um væri að ræða Heiðar Má Guðjónsson hagfræðing, en hann var áður náinn samstarfsmaður Björgólfs Thor Björgólfssonar hjá Novator. Heiðar Már hefur undanfarið ár starfað hjá vogunarsjóði í Sviss. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mjög ósennilegt að Heiðar Már hafi fjárhagslegt bolmagn til að standa að kaupunum einn en hann er sagður í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Björgólfur Thor ekki á meðal þeirra. Svo má til gamans geta að Heiðar Már er tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra og var meðal álitsgjafa í kvikmyndinni Draumalandið sem byggð var á samnefndri bók þar sem hann varaði við stórframkvæmdum á þenslutímum, en hann var andvígur Kárahnjúkavirkjun. Árni Tómasson sagði í samtali við fréttastofu að væntanlegur kaupandi væri að framkvæma áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu í dag og niðurstaða lægi ekki fyrir fyrr en þeirri vinnu væri lokið. Árni sagði að til þess að ríkissjóður kæmi skaðlaus frá eignarhaldi sínu á Sjóvá þyrftu að minnsta kosti sextán milljarðar króna að fást fyrir fyrirtækið í söluferlinu. Árni vill ekkert gefa upp um verð en fari svo að tveir þriðju þeirrar upphæðar fáist tapar ríkissjóður rúmlega fjórum milljörðum króna miðað við fjármuni sem hann lagði fyrirtækinu til.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira