Umfjöllun: Andlausir ÍR-ingar auðveld bráð fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 25. mars 2010 18:20 Morgan Lewis tróð nokkrum sinnum með tilþrifum í kvöld. Mynd/Valli KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira