Telur Magma traustari bakhjarl en GGE 21. maí 2010 05:00 Magma Energy Magma Energy, félag skráð í Svíþjóð en með kanadískt félag að bakhjarli, eignast jarðvarmavirkjanirnar á Reykjanesi og Svartsengi samkvæmt samningi sem fyrir liggur um kaup á hlut Geysi Green Energy í HS Orku. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar á eftir að fjalla um málið og þingmaður VG vill að nefnd um erlenda fjárfestingu geri það einnig. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira