Íslandsbanki fær frest til að selja hlut í Icelandair 12. maí 2010 11:52 Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu á hlut sínum í Icelandair Group um sex mánuði.Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að þann 13. maí 2009 var undanþágubeiðni Íslandsbanka hf. frá yfirtökuskyldu í Icelandair Group hf. lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins til ákvörðunar. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf. hefði náð óbeinum yfirráðum í Icelandair Group hf. í skilningi laga um verðbréfaviðskipti vegna stöðu sinnar sem lánardrottinn stórra hluthafa Icelandair Group hf., sem þá gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lánasamningum og Íslandsbanka hf. bæri að gera öðrum hluthöfum Icelandair Group hf. yfirtökutilboð.Fjármálaeftirlitið ákvað enn fremur að Íslandsbanka hf. skyldi veitt skilyrt undanþága frá tilboðsskyldunni samkvæmt lögum til að fara með yfirráð yfir allt að 50% hlutafjár í Icelandair Group hf. en að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllti Íslandsbanki hf. þau skilyrði sem gera þyrfti til veðhafa væri slík undanþága veitt.Undanþága Íslandsbanka hf. frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. var veitt með ákveðnum skilyrðum, þ.e. fresti til endursölu, takmörkun á nýtingu atkvæðisréttar og skilyrði um upplýsingagjöf. Var Íslandsbanka hf. veittur 12 mánaða frestur til að selja svo stóran hlut af eignsinni í Icelandair Group hf. að bankinn færi ekki beint eða óbeint með yfirráð í félaginu samkvæmt lögum. Þá var þess getið að Fjármálaeftirlitið gæti framlengt þennan frest um sex mánuði, ef sérstakar ástæður mæltu með því.Íslandsbanki hf. hefur nú óskað eftir 6 mánaða framlengingu á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti.Til þess að verja hagsmuni Íslandsbanka hf. og tryggja rekstrarhæfi Icelandair Group hf. til frambúðar var að mati Íslandsbanka hf. óhjákvæmilegt að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu á Icelandair Group hf. Í áætlunum Íslandsbanka hf. var gert ráð fyrir að endursala færi ekki fram fyrr en að fjárhagslegri endurskipulagningu lokinni.Með vísan til þess að endurskipulagning á Icelandair Group hf. hefur reynst flóknari og umfangsmeiri heldur en fyrri áætlanir Íslandsbanka hf. gerðu ráð fyrir, m.a. vegna þess hversu margir aðilar þurftu að koma að henni beint eða óbeint og þess ástands sem skapast hefur hjá flugfélögum í heiminum í tengslum við eldgos í Eyjafjallajökli, telur Fjármálaeftirlitið að mjög sérstakar aðstæður séu upp í endurskipulagningarferli Icelandair Group hf. og hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu um sex mánuði, að því er segir á vefsíðunni. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu á hlut sínum í Icelandair Group um sex mánuði.Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að þann 13. maí 2009 var undanþágubeiðni Íslandsbanka hf. frá yfirtökuskyldu í Icelandair Group hf. lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins til ákvörðunar. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf. hefði náð óbeinum yfirráðum í Icelandair Group hf. í skilningi laga um verðbréfaviðskipti vegna stöðu sinnar sem lánardrottinn stórra hluthafa Icelandair Group hf., sem þá gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lánasamningum og Íslandsbanka hf. bæri að gera öðrum hluthöfum Icelandair Group hf. yfirtökutilboð.Fjármálaeftirlitið ákvað enn fremur að Íslandsbanka hf. skyldi veitt skilyrt undanþága frá tilboðsskyldunni samkvæmt lögum til að fara með yfirráð yfir allt að 50% hlutafjár í Icelandair Group hf. en að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllti Íslandsbanki hf. þau skilyrði sem gera þyrfti til veðhafa væri slík undanþága veitt.Undanþága Íslandsbanka hf. frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. var veitt með ákveðnum skilyrðum, þ.e. fresti til endursölu, takmörkun á nýtingu atkvæðisréttar og skilyrði um upplýsingagjöf. Var Íslandsbanka hf. veittur 12 mánaða frestur til að selja svo stóran hlut af eignsinni í Icelandair Group hf. að bankinn færi ekki beint eða óbeint með yfirráð í félaginu samkvæmt lögum. Þá var þess getið að Fjármálaeftirlitið gæti framlengt þennan frest um sex mánuði, ef sérstakar ástæður mæltu með því.Íslandsbanki hf. hefur nú óskað eftir 6 mánaða framlengingu á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti.Til þess að verja hagsmuni Íslandsbanka hf. og tryggja rekstrarhæfi Icelandair Group hf. til frambúðar var að mati Íslandsbanka hf. óhjákvæmilegt að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu á Icelandair Group hf. Í áætlunum Íslandsbanka hf. var gert ráð fyrir að endursala færi ekki fram fyrr en að fjárhagslegri endurskipulagningu lokinni.Með vísan til þess að endurskipulagning á Icelandair Group hf. hefur reynst flóknari og umfangsmeiri heldur en fyrri áætlanir Íslandsbanka hf. gerðu ráð fyrir, m.a. vegna þess hversu margir aðilar þurftu að koma að henni beint eða óbeint og þess ástands sem skapast hefur hjá flugfélögum í heiminum í tengslum við eldgos í Eyjafjallajökli, telur Fjármálaeftirlitið að mjög sérstakar aðstæður séu upp í endurskipulagningarferli Icelandair Group hf. og hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu um sex mánuði, að því er segir á vefsíðunni.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent