Íslandsbanki fær frest til að selja hlut í Icelandair 12. maí 2010 11:52 Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu á hlut sínum í Icelandair Group um sex mánuði.Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að þann 13. maí 2009 var undanþágubeiðni Íslandsbanka hf. frá yfirtökuskyldu í Icelandair Group hf. lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins til ákvörðunar. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf. hefði náð óbeinum yfirráðum í Icelandair Group hf. í skilningi laga um verðbréfaviðskipti vegna stöðu sinnar sem lánardrottinn stórra hluthafa Icelandair Group hf., sem þá gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lánasamningum og Íslandsbanka hf. bæri að gera öðrum hluthöfum Icelandair Group hf. yfirtökutilboð.Fjármálaeftirlitið ákvað enn fremur að Íslandsbanka hf. skyldi veitt skilyrt undanþága frá tilboðsskyldunni samkvæmt lögum til að fara með yfirráð yfir allt að 50% hlutafjár í Icelandair Group hf. en að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllti Íslandsbanki hf. þau skilyrði sem gera þyrfti til veðhafa væri slík undanþága veitt.Undanþága Íslandsbanka hf. frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. var veitt með ákveðnum skilyrðum, þ.e. fresti til endursölu, takmörkun á nýtingu atkvæðisréttar og skilyrði um upplýsingagjöf. Var Íslandsbanka hf. veittur 12 mánaða frestur til að selja svo stóran hlut af eignsinni í Icelandair Group hf. að bankinn færi ekki beint eða óbeint með yfirráð í félaginu samkvæmt lögum. Þá var þess getið að Fjármálaeftirlitið gæti framlengt þennan frest um sex mánuði, ef sérstakar ástæður mæltu með því.Íslandsbanki hf. hefur nú óskað eftir 6 mánaða framlengingu á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti.Til þess að verja hagsmuni Íslandsbanka hf. og tryggja rekstrarhæfi Icelandair Group hf. til frambúðar var að mati Íslandsbanka hf. óhjákvæmilegt að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu á Icelandair Group hf. Í áætlunum Íslandsbanka hf. var gert ráð fyrir að endursala færi ekki fram fyrr en að fjárhagslegri endurskipulagningu lokinni.Með vísan til þess að endurskipulagning á Icelandair Group hf. hefur reynst flóknari og umfangsmeiri heldur en fyrri áætlanir Íslandsbanka hf. gerðu ráð fyrir, m.a. vegna þess hversu margir aðilar þurftu að koma að henni beint eða óbeint og þess ástands sem skapast hefur hjá flugfélögum í heiminum í tengslum við eldgos í Eyjafjallajökli, telur Fjármálaeftirlitið að mjög sérstakar aðstæður séu upp í endurskipulagningarferli Icelandair Group hf. og hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu um sex mánuði, að því er segir á vefsíðunni. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu á hlut sínum í Icelandair Group um sex mánuði.Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að þann 13. maí 2009 var undanþágubeiðni Íslandsbanka hf. frá yfirtökuskyldu í Icelandair Group hf. lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins til ákvörðunar. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf. hefði náð óbeinum yfirráðum í Icelandair Group hf. í skilningi laga um verðbréfaviðskipti vegna stöðu sinnar sem lánardrottinn stórra hluthafa Icelandair Group hf., sem þá gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lánasamningum og Íslandsbanka hf. bæri að gera öðrum hluthöfum Icelandair Group hf. yfirtökutilboð.Fjármálaeftirlitið ákvað enn fremur að Íslandsbanka hf. skyldi veitt skilyrt undanþága frá tilboðsskyldunni samkvæmt lögum til að fara með yfirráð yfir allt að 50% hlutafjár í Icelandair Group hf. en að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllti Íslandsbanki hf. þau skilyrði sem gera þyrfti til veðhafa væri slík undanþága veitt.Undanþága Íslandsbanka hf. frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. var veitt með ákveðnum skilyrðum, þ.e. fresti til endursölu, takmörkun á nýtingu atkvæðisréttar og skilyrði um upplýsingagjöf. Var Íslandsbanka hf. veittur 12 mánaða frestur til að selja svo stóran hlut af eignsinni í Icelandair Group hf. að bankinn færi ekki beint eða óbeint með yfirráð í félaginu samkvæmt lögum. Þá var þess getið að Fjármálaeftirlitið gæti framlengt þennan frest um sex mánuði, ef sérstakar ástæður mæltu með því.Íslandsbanki hf. hefur nú óskað eftir 6 mánaða framlengingu á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti.Til þess að verja hagsmuni Íslandsbanka hf. og tryggja rekstrarhæfi Icelandair Group hf. til frambúðar var að mati Íslandsbanka hf. óhjákvæmilegt að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu á Icelandair Group hf. Í áætlunum Íslandsbanka hf. var gert ráð fyrir að endursala færi ekki fram fyrr en að fjárhagslegri endurskipulagningu lokinni.Með vísan til þess að endurskipulagning á Icelandair Group hf. hefur reynst flóknari og umfangsmeiri heldur en fyrri áætlanir Íslandsbanka hf. gerðu ráð fyrir, m.a. vegna þess hversu margir aðilar þurftu að koma að henni beint eða óbeint og þess ástands sem skapast hefur hjá flugfélögum í heiminum í tengslum við eldgos í Eyjafjallajökli, telur Fjármálaeftirlitið að mjög sérstakar aðstæður séu upp í endurskipulagningarferli Icelandair Group hf. og hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu um sex mánuði, að því er segir á vefsíðunni.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira