Töluverð lækkun húsnæðisverðs enn í pípunum 28. janúar 2010 11:05 Greining Íslandsbanka segir að töluverð lækkun húsnæðisverðs sé enn í pípunum. Byggir greiningin þetta álit sitt á nýrri efnahagsspá Seðlabankans sem kynnt var í gærdag.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í efnahagsspá Seðlabankans er því spáð að íbúðaverð lækki enn frekar á þessu og næsta ári líkt og var gert í nóvemberspá bankans. Reiknaði bankinn með því í nóvember að íbúðaverð muni að raunvirði lækka um nær 50% í þessari kreppu og að nafnvirði muni verðið lækka um ríflega 27% og ná botni á fyrsta fjórðungi 2011.Gerir bankinn þá ráð fyrir að íbúðaverð muni verða nær 14% undir langtímameðaltali sem merkir að þegar litið er lengra fram í tímann þá gæti leiðrétting átt sér stað til hækkunar umfram þá hækkun sem eðlilegt er að húsnæðisverð taki til lengri tíma.Eins og kunnugt er hefur sá samdráttur sem orðið hefur í efnahagslífinu komið verulega hart niður á íðbúðamarkaðnum. Þessi þróun er í takt við það sem við mátti búast enda hefur reynsla annarra landa leitt í ljós að fjármálakreppur hafa oftast í för með sér skarpa og djúpa lækkun íbúðaverðs og sérstaklega kreppur sem koma í kjölfar þess að verðbóla myndast á fasteignamarkaðinum líkt og hér var.Reikna má með að íbúðaverð komi til með að gefa enn meira eftir og endurspegla væntingar um það hvort tveggja ástandið á framboðs- og eftirspurnarhlið markaðarins. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar.Við þetta ástand bætist mikið og vaxandi atvinnuleysi, svo og minnkandi kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna sem samkvæmt efnahagsspá Seðlabankans dregst saman um 9,7% í ár og önnur 1,6% á næsta ári.Spá Seðlabankans íbúðaverð hefur verið nokkuð óbreytt um skeið og hefur þróunin verið í takti við hana. Nú hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 15,5% að nafnvirði frá því að það náði toppi í byrjun árs 2008 en um 37,2% að raunvirði. Á landinu öllu er lækkunin að nafnvirði 13,4% og 35,1% að raunvirði. Samkvæmt þessu er enn töluverð lækkun húsnæðisverðs í pípunum, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að töluverð lækkun húsnæðisverðs sé enn í pípunum. Byggir greiningin þetta álit sitt á nýrri efnahagsspá Seðlabankans sem kynnt var í gærdag.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í efnahagsspá Seðlabankans er því spáð að íbúðaverð lækki enn frekar á þessu og næsta ári líkt og var gert í nóvemberspá bankans. Reiknaði bankinn með því í nóvember að íbúðaverð muni að raunvirði lækka um nær 50% í þessari kreppu og að nafnvirði muni verðið lækka um ríflega 27% og ná botni á fyrsta fjórðungi 2011.Gerir bankinn þá ráð fyrir að íbúðaverð muni verða nær 14% undir langtímameðaltali sem merkir að þegar litið er lengra fram í tímann þá gæti leiðrétting átt sér stað til hækkunar umfram þá hækkun sem eðlilegt er að húsnæðisverð taki til lengri tíma.Eins og kunnugt er hefur sá samdráttur sem orðið hefur í efnahagslífinu komið verulega hart niður á íðbúðamarkaðnum. Þessi þróun er í takt við það sem við mátti búast enda hefur reynsla annarra landa leitt í ljós að fjármálakreppur hafa oftast í för með sér skarpa og djúpa lækkun íbúðaverðs og sérstaklega kreppur sem koma í kjölfar þess að verðbóla myndast á fasteignamarkaðinum líkt og hér var.Reikna má með að íbúðaverð komi til með að gefa enn meira eftir og endurspegla væntingar um það hvort tveggja ástandið á framboðs- og eftirspurnarhlið markaðarins. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar.Við þetta ástand bætist mikið og vaxandi atvinnuleysi, svo og minnkandi kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna sem samkvæmt efnahagsspá Seðlabankans dregst saman um 9,7% í ár og önnur 1,6% á næsta ári.Spá Seðlabankans íbúðaverð hefur verið nokkuð óbreytt um skeið og hefur þróunin verið í takti við hana. Nú hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 15,5% að nafnvirði frá því að það náði toppi í byrjun árs 2008 en um 37,2% að raunvirði. Á landinu öllu er lækkunin að nafnvirði 13,4% og 35,1% að raunvirði. Samkvæmt þessu er enn töluverð lækkun húsnæðisverðs í pípunum, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira