Handbolti

Carlén rekinn frá Flensburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Per Carlén.
Per Carlén.

Svíinn Per Carlén var í dag rekinn sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg. Carlén hefur þjálfað liðið síðan 2008.

Við starfi hans tekur annar Svíi, Ljubomir Vranjes, sem lék lengi með félaginu og hefur gegnt starfi íþróttastjóra Flensburg síðan hann lagði skóna á hilluna.

carlén hefur lengi þótt valtur í sessi enda hefur gengi liðsins ekki verið sem skildi undir hans stjórn.

Flensburg er í sjötta sæti deildarinnar sem stendur. Sex stigum á eftir toppliði Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×