FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða 18. september 2010 07:54 Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna. Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna.
Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira