FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða 18. september 2010 07:54 Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira