Sviss og Noregur ríkustu þjóðirnar, Ísland í tossaflokki 12. október 2010 09:39 Svisslendingar og Norðmenn eru ríkustu þjóðir heimsins, miðað við auð að meðaltali á hvern einstakling. Íslendingar eru hinsvegar fallnir niður í tossaflokk hvað þetta varðar ásamt Argentínu. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu svissneska bankans Credit Suisse, Global Wealth Report. Þar segir að fullorðinn Svisslendingur á að jafnaði 373.000 dollara eða tæpar 42 milljónir kr. Hver Norðmaður sem kominn er á þrítugsaldurinn á að jafnaði 327.000 dollara í fórum sínum. Hér er átt við bæði fasteignir og lausafé. Fram kemur að í þriðja sætinu á listanum eru Kínverjar sem verið hafa á hraðleið upp þennan lista á undanförnum árum. Í fjórða og fimmta sæti eru svo Bandaríkjamenn og Japanir. Hvað Íslendinga og Argentínumenn varðar segir í skýrslunni að auður einstaklinga í þessum löndum hafi rýrnað um 30% milli ára og er það langmesta rýrnunin hjá þeim þjóðum sem fjallað er um í skýrslunni. Hinsvegar kemur ekki fram um hve háar fjárhæðir er hér að ræða né í hvaða sæti á listanum Ísland er statt. Á árunum fyrir hrun voru Íslendingar þó yfirleitt í einu af topp tíu sætunum í úttektum sem þessari. Úttekt Global Wealth Report nær til 4,4 milljarða einstaklinga um allan heim. Hinsvegar eru til 2,5 milljarður einstaklinga í heiminum sem eiga ekki bankareikning. Skýrslan fjallar ekki um þá. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Svisslendingar og Norðmenn eru ríkustu þjóðir heimsins, miðað við auð að meðaltali á hvern einstakling. Íslendingar eru hinsvegar fallnir niður í tossaflokk hvað þetta varðar ásamt Argentínu. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu svissneska bankans Credit Suisse, Global Wealth Report. Þar segir að fullorðinn Svisslendingur á að jafnaði 373.000 dollara eða tæpar 42 milljónir kr. Hver Norðmaður sem kominn er á þrítugsaldurinn á að jafnaði 327.000 dollara í fórum sínum. Hér er átt við bæði fasteignir og lausafé. Fram kemur að í þriðja sætinu á listanum eru Kínverjar sem verið hafa á hraðleið upp þennan lista á undanförnum árum. Í fjórða og fimmta sæti eru svo Bandaríkjamenn og Japanir. Hvað Íslendinga og Argentínumenn varðar segir í skýrslunni að auður einstaklinga í þessum löndum hafi rýrnað um 30% milli ára og er það langmesta rýrnunin hjá þeim þjóðum sem fjallað er um í skýrslunni. Hinsvegar kemur ekki fram um hve háar fjárhæðir er hér að ræða né í hvaða sæti á listanum Ísland er statt. Á árunum fyrir hrun voru Íslendingar þó yfirleitt í einu af topp tíu sætunum í úttektum sem þessari. Úttekt Global Wealth Report nær til 4,4 milljarða einstaklinga um allan heim. Hinsvegar eru til 2,5 milljarður einstaklinga í heiminum sem eiga ekki bankareikning. Skýrslan fjallar ekki um þá.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent