Viðskipti innlent

Ísland uppfyllir öll skilyrði endurskoðunar AGS

Gerry Rice, talsmaður Alþjóðgjaldeyrissjóðsins, segir í viðtali við fréttastofu Reuters að Ísland hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að fá endurskoðun hjá sjóðnum.

Endurskoðunin hefur hingað til verið ítrekað frestað og hafa ráðamenn sett það í samhengi við Icesave-deiluna við Hollendinga og Breta.

Gerry Rice sagði svo í viðtali við Reuters í dag að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdarstjóri AGS, hafi skipað starfsfólki sínu að byrja að vinna með íslenskum stjórnvöldum við að ljúka endurskoðuninni. Að lokum þarf stjórn sjóðsins að samþykkja endurskoðunina.

Rice segir það álit þeirra sem hafa unnið að endurskoðuninni að Ísland hafi mætt öllum þeim skilyrðum sem nauðsynleg eru til þess að Ísland fái fjárhagslega aðstoð sjóðsins. Því virðist vinna að annari endurskoðun vera hafin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×