Neytendur ekki bjartsýnni síðan fyrir hrunið 2008 28. júlí 2010 10:04 Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var um hádegisbilið í gær. Væntingavísitalan hækkar nú um 6 stig og er vísitalan nú 67,1 stig sem er það hæsta sem hún hefur verið frá því fyrir hrun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að eins og kunnugt er mælir vístalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Vísitalan hefur nú verið undir 100 stigum samfellt síðan í febrúar 2008. Væntingavísitalan hefur hins vegar hækkað samfellt undanfarna 4 mánuði sem er til vísbendingar um það að léttara sé nú yfir landsmönnum og að þeir séu sífellt að verða vissari um að það versta sé afstaðið og framundan sé bjartari tíð en margt bendir nú til þess að botninum í þessari kreppu sé náð. Þannig hefur staða vinnumarkaðarins færst til betri vegar undanfarið, verðbólgan hjaðnað, krónan styrkst, vextir lækkað og kaupmáttur launa aukist. Þá er farinn að mælast hagvöxtur aftur. Allar undirvísitölur væntingavísitölunnar hækkuðu á milli júní og júlí síðastliðins. Undirvísitölurnar eiga það sameiginlegt að hafa ekki verið hærri frá hruni. Í fyrsta sinn síðan vorið 2008 mælast væntingar til aðstæðna í efnahags- og atvinnumálum að hálfu ári liðnu yfir 100 stigum sem þýðir að fleiri séu bjartsýnir en svartsýnir. Mat landsmanna á núverandi aðstæðum í efnahags-og atvinnumálum er mun slakara en vísitala fyrir það mat er nú aðeins 14,6 stig og hefur hún hækkað um 4,2 stig frá fyrri mánuði. Það vantar því enn töluvert upp á að landsmenn séu jafn vongóðir um núverandi ástand og framtíð. Mat á núverandi ástandi er engu að síður mun skárra nú en fyrir ári síðan þegar vísitalan var 6,6 stig. Karlar eru eftir sem áður bjartsýnni en konur og yngri kynslóðin er bjartsýnni en sú eldri. Frá fyrri mánuði hefur bjartsýni þeirra sem eru með meiri menntun og hærri tekjur aukist mun meira en þeirra sem hafa lægstu tekjurnar og minnstu menntunina. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var um hádegisbilið í gær. Væntingavísitalan hækkar nú um 6 stig og er vísitalan nú 67,1 stig sem er það hæsta sem hún hefur verið frá því fyrir hrun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að eins og kunnugt er mælir vístalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Vísitalan hefur nú verið undir 100 stigum samfellt síðan í febrúar 2008. Væntingavísitalan hefur hins vegar hækkað samfellt undanfarna 4 mánuði sem er til vísbendingar um það að léttara sé nú yfir landsmönnum og að þeir séu sífellt að verða vissari um að það versta sé afstaðið og framundan sé bjartari tíð en margt bendir nú til þess að botninum í þessari kreppu sé náð. Þannig hefur staða vinnumarkaðarins færst til betri vegar undanfarið, verðbólgan hjaðnað, krónan styrkst, vextir lækkað og kaupmáttur launa aukist. Þá er farinn að mælast hagvöxtur aftur. Allar undirvísitölur væntingavísitölunnar hækkuðu á milli júní og júlí síðastliðins. Undirvísitölurnar eiga það sameiginlegt að hafa ekki verið hærri frá hruni. Í fyrsta sinn síðan vorið 2008 mælast væntingar til aðstæðna í efnahags- og atvinnumálum að hálfu ári liðnu yfir 100 stigum sem þýðir að fleiri séu bjartsýnir en svartsýnir. Mat landsmanna á núverandi aðstæðum í efnahags-og atvinnumálum er mun slakara en vísitala fyrir það mat er nú aðeins 14,6 stig og hefur hún hækkað um 4,2 stig frá fyrri mánuði. Það vantar því enn töluvert upp á að landsmenn séu jafn vongóðir um núverandi ástand og framtíð. Mat á núverandi ástandi er engu að síður mun skárra nú en fyrir ári síðan þegar vísitalan var 6,6 stig. Karlar eru eftir sem áður bjartsýnni en konur og yngri kynslóðin er bjartsýnni en sú eldri. Frá fyrri mánuði hefur bjartsýni þeirra sem eru með meiri menntun og hærri tekjur aukist mun meira en þeirra sem hafa lægstu tekjurnar og minnstu menntunina.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira