Handbolti

Dagur hafði betur gegn Alfreð

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Dagur Sigurðsson fagnaði í kvöld.
Dagur Sigurðsson fagnaði í kvöld.

Dagur Sigurðsson og lið hans Füchse Berlin sigraði Alfreð Gíslason og félaga í Kiel með þremur mörkum, 26-23, í þýsku 1.deildinni í kvöld. Füchse Berlin er því eina taplausa liðið er fimm umferðir eru búnar.

Füchse var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11 og hafði forskot nánast allan leikinn fyrir framan um 10 þúsund áhorfendur.

Alexander Pettersson átti góðan leik fyrir Füchse og skoraði fimm mörk en Aron Pálmarsson gerði eitt marka Kiel. Þetta var fyrsta tap Kiel í vetur en Füchse er efst með tíu stig að loknum fimm leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×