Nýsköpunarsjóður fjárfesti fyrir milljarð í fyrra 25. mars 2010 14:06 Rekstur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gekk vel á árinu 2009 og skilaði sjóðurinn 13 milljóna króna hagnaði og handbært fé frá rekstri nam 252 milljónum króna. Í tilkynningu segir að á árinu fjárfesti Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fyrir samtals 1.042 milljónir króna. Fjárfest var í 7 nýjum sprotafyrirtækjum fyrir samtals 370 milljónir króna, í 10 fyrirtækjum sem sjóðurinn átti í áður fyrir samtals 349 milljónir króna og í 3 samlagssjóðum fyrir samtals 323 milljónir króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir sjóðsins í lok árs 4.302 milljónum króna. Bókfært eigið fé sjóðsins var á sama tíma 4.168 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall sjóðsins því 97%. Í árslok átti Nýsköpunarsjóður hlut í 34 sprotafyrirtækjum og gekk rekstur margra þeirra vel á síðasta ári. Eignarhlutar sjóðsins í þessum félögum nema að kaupverði 2,6 milljörðum króna. Þá á sjóðurinn hlut í þremur samlagssjóðum og nemur kaupverð eignarhluta í þeim sjóðum 485 milljónum króna. Þau nýju verkefni sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í á síðasta ári eru eftirfarandi: gogoyoko ehf sem er tónlistar- og samskiptavefur þar sem tónlistafólk og unnendur tónlistar stunda milliliðalaus viðskipti og samskipti. gogoyoko veitir í raun aðgang að alheimsmarkaði milliliðalaust. Starfsmönnum hefur fjölgað verulega á árinu og eru nú 28. Gogogic ehf sem sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Fyrirtækið hefur m.a. gefið út tölvuleikinn Symbol6 og fyrir iPhone og iPod Touch. Hjá fyrirtækinu starfa nú 18 manns. Auris ehf er fyrirtæki sem vinnur að þróun á nýju lyfi til útvortis notkunar gegn bráðri miðeyrnabólgu hjá börnum. Lyfinu er ætlað að koma í stað hefðbundinnar sýklameðferðar sem getur valdið lyfjaónæmi. Félagið hefur gert samning um klínískar rannsóknir þar sem lyfið verður prófað og á þeim að ljúka í byrjun næsta árs. Gagnavarslan ehf sem veitir fyrirækjum og stofnunum margþætta þjónustu og ráðgjöf við skipulagningu og varðveislu gagna af öllum gerðum. Gagnavarslan hefur þróað og byggt upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði. Í geymslum félagsins á Ásbrú í Reykjanesbæ er hægt að geyma ekki aðeins pappír- og rafræn gögn heldur einnig listaverk og menningaminjar við rétt hita- og rakastig. Hjá félaginu starfa 30 manns. Mentis Cura ehf hefur þróað aðferð sem greinir heilasjúkdóma, m.a. Alzheimer, út frá heilaritum sem aðferð félagsins greinir og túlkar. Með greiningu er vonast til að sjúkdómar verði greindir fyrr og af meira öryggi en áður sem aftur gæti aukið möguleikana á læknismeðferð. Markaðssetning á vörum félagsins er að hefjast í samstarfi við stórt alþjóðlegt fyrirtæki á heilbrigðissviði. Hjá Mentis Cura starfa nú 9 manns. Grapewire ehf er leiðandi í framsetningu og þróun netviðskiptalausna fyrir tónlistarmenn og aðra í skyldri starfsemi. Félagið hefur að leiðarljósi að einfalda framsetningu í dreifingu og sölu í hinum stafræna heimi. Þá vinnur Grapewire að byltingarkenndri nálgun í streymi á tónlist. Sú þjónusta fer í loftið í apríl 2010. Starfsvettvangur félagsins er bæði hér heima og erlendis. Kerecis ehf sem er þróunar- og framleiðslufyrirtæki á sviði lækningavara og byggir tækni sína á próteinum unnum úr fiski. Fyrirtækið vinnur í náinni samvinnu við heilbrigðisstéttir og vinnur að þróun á tækni til meðhöndlunar á sköðuðum vef. Fyrirtækið nýtur góðs af samstarfi við Tækniþróunarsjóð, Matís og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er sjóður sem fjárfestir í áhugaverðum nýsköpunarverkefnum með hlutafjárkaupum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Starfsmenn sjóðsins eru 6 og fjölgaði þeim um 1 á árinu. Framkvæmdastjóraskipti voru hjá sjóðnum þann 20. mars en þá tók Helga Valfells við stjórn sjóðsins af Finnboga Jónssyni sem hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Rekstur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gekk vel á árinu 2009 og skilaði sjóðurinn 13 milljóna króna hagnaði og handbært fé frá rekstri nam 252 milljónum króna. Í tilkynningu segir að á árinu fjárfesti Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fyrir samtals 1.042 milljónir króna. Fjárfest var í 7 nýjum sprotafyrirtækjum fyrir samtals 370 milljónir króna, í 10 fyrirtækjum sem sjóðurinn átti í áður fyrir samtals 349 milljónir króna og í 3 samlagssjóðum fyrir samtals 323 milljónir króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir sjóðsins í lok árs 4.302 milljónum króna. Bókfært eigið fé sjóðsins var á sama tíma 4.168 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall sjóðsins því 97%. Í árslok átti Nýsköpunarsjóður hlut í 34 sprotafyrirtækjum og gekk rekstur margra þeirra vel á síðasta ári. Eignarhlutar sjóðsins í þessum félögum nema að kaupverði 2,6 milljörðum króna. Þá á sjóðurinn hlut í þremur samlagssjóðum og nemur kaupverð eignarhluta í þeim sjóðum 485 milljónum króna. Þau nýju verkefni sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í á síðasta ári eru eftirfarandi: gogoyoko ehf sem er tónlistar- og samskiptavefur þar sem tónlistafólk og unnendur tónlistar stunda milliliðalaus viðskipti og samskipti. gogoyoko veitir í raun aðgang að alheimsmarkaði milliliðalaust. Starfsmönnum hefur fjölgað verulega á árinu og eru nú 28. Gogogic ehf sem sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Fyrirtækið hefur m.a. gefið út tölvuleikinn Symbol6 og fyrir iPhone og iPod Touch. Hjá fyrirtækinu starfa nú 18 manns. Auris ehf er fyrirtæki sem vinnur að þróun á nýju lyfi til útvortis notkunar gegn bráðri miðeyrnabólgu hjá börnum. Lyfinu er ætlað að koma í stað hefðbundinnar sýklameðferðar sem getur valdið lyfjaónæmi. Félagið hefur gert samning um klínískar rannsóknir þar sem lyfið verður prófað og á þeim að ljúka í byrjun næsta árs. Gagnavarslan ehf sem veitir fyrirækjum og stofnunum margþætta þjónustu og ráðgjöf við skipulagningu og varðveislu gagna af öllum gerðum. Gagnavarslan hefur þróað og byggt upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði. Í geymslum félagsins á Ásbrú í Reykjanesbæ er hægt að geyma ekki aðeins pappír- og rafræn gögn heldur einnig listaverk og menningaminjar við rétt hita- og rakastig. Hjá félaginu starfa 30 manns. Mentis Cura ehf hefur þróað aðferð sem greinir heilasjúkdóma, m.a. Alzheimer, út frá heilaritum sem aðferð félagsins greinir og túlkar. Með greiningu er vonast til að sjúkdómar verði greindir fyrr og af meira öryggi en áður sem aftur gæti aukið möguleikana á læknismeðferð. Markaðssetning á vörum félagsins er að hefjast í samstarfi við stórt alþjóðlegt fyrirtæki á heilbrigðissviði. Hjá Mentis Cura starfa nú 9 manns. Grapewire ehf er leiðandi í framsetningu og þróun netviðskiptalausna fyrir tónlistarmenn og aðra í skyldri starfsemi. Félagið hefur að leiðarljósi að einfalda framsetningu í dreifingu og sölu í hinum stafræna heimi. Þá vinnur Grapewire að byltingarkenndri nálgun í streymi á tónlist. Sú þjónusta fer í loftið í apríl 2010. Starfsvettvangur félagsins er bæði hér heima og erlendis. Kerecis ehf sem er þróunar- og framleiðslufyrirtæki á sviði lækningavara og byggir tækni sína á próteinum unnum úr fiski. Fyrirtækið vinnur í náinni samvinnu við heilbrigðisstéttir og vinnur að þróun á tækni til meðhöndlunar á sköðuðum vef. Fyrirtækið nýtur góðs af samstarfi við Tækniþróunarsjóð, Matís og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er sjóður sem fjárfestir í áhugaverðum nýsköpunarverkefnum með hlutafjárkaupum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Starfsmenn sjóðsins eru 6 og fjölgaði þeim um 1 á árinu. Framkvæmdastjóraskipti voru hjá sjóðnum þann 20. mars en þá tók Helga Valfells við stjórn sjóðsins af Finnboga Jónssyni sem hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.
Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira