Handbolti

Hanna Guðrún til Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hanna Guðrún og Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar.
Hanna Guðrún og Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan

Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir gekk í dag til liðs við Stjörnuna og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Stjarnan sendi frá sér í dag. Hanna hefur spilað með Haukum nánast allan sinn feril en lék með Team Tvis Holstebro í Danmörku frá 2003 til 2004.

Hún á að baki tæplega 100 landsleiki og var valinn besti leikmaður nýliðins tímabils í N1-deild kvenna.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.