Svarthöfði er til sölu og fer á uppboð hjá Christie´s í London seinna í mánuðinum.
Um er að ræða búninginn sem skúrkurinn Darth Vader bar í Star Wars myndinni The Empire strikes back.
Um er að ræða allan búninginn frá andlitsgrímunni og niður í leðurbuxurnar. Með búningnum fylgir skjal sem greinir frá sögu hans.
Búningur þessi er í eigu bandarísks safnara en talið er að á milli 28 og 40 milljónir króna fáist fyrir hann á uppboðinu.