Viðskipti innlent

Bílaleiga Akureyrar kaupir 30 Kia bíla af Öskju

Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar og Jón Trausti Ólafsson (th)framkvæmdastjóri Öskju innsigla samning um að fjölga stórlega Kia bílum í flota Bílaleigu Akureyrar. Með þeim á myndinni er Kjartan Baldursson, sölustjóri Kia hjá bílaumboðinu Öskju.
Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar og Jón Trausti Ólafsson (th)framkvæmdastjóri Öskju innsigla samning um að fjölga stórlega Kia bílum í flota Bílaleigu Akureyrar. Með þeim á myndinni er Kjartan Baldursson, sölustjóri Kia hjá bílaumboðinu Öskju.

Bílaleiga Akureyrar hefur samið við Bílaumboðið Öskju um kaup á liðlega 30 nýjum Kia bifreiðum sem afhentar verða á næstu vikum. Eins og fram hefur komið í sölutölum Bílgreinasambandsins hefur sala á nýjum bílum tekið að glæðast undanfarið og má meðal annars rekja það til þess að bílaleigurnar hafa verið að endurnýja flota sína fyrir sumarið.

Í tilkynningu segir að forsvarsmenn Bílaleigu Akureyrar eru bjartsýnir á ferðasumarið 2010 og segja að eftirspurn eftir bílaleigubílum sé nú aftur að færast í eðlilegt horf eftir talsverðan samdrátt í bókunum í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

„Bílaleiga Akureyrar hefur mjög góða reynslu af bílum frá Kia en við höfum boðið upp á þá undanfarin ár. Við förum alltaf varlega í sakirnar þegar nýjar tegundir eru annars vegar en eftir þá góðu reynslu sem við höfum af Kia bílum erum við nú tilbúnir til að stórfjölga þeim í flotanum okkar," segir Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar í Reykjavík.

„Við hjá Öskju erum ánægðir með að Bílaleiga Akureyrar heldur áfram að fjölga Kia bílum í flota sínum en Kia er sá framleiðandi sem er í hvað mestum vexti í bílaheiminum í dag," segir Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju. Flestir bílanna sem Bílaleiga Akureyrar kaupir að þessu sinni eru Kia cee'd fólksbílar en einnig Kia jeppar og sendibílar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×