Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur 11. desember 2010 08:45 Dæmi eru um að VBS hafi gefið út skuldabréf út á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni, að sögn lögmanns sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. Fréttablaðið/E.ÓL Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. „Þess eru dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður sem sæti á í slitastjórn VBS. „Þarna voru aðilar sem VBS tók að sér að fjármagna sem settu lóðir að veði sem ekki var byrjað að byggja hús á. Lítil verðmæti voru á bak við þau bréf og ljóst að ekki hafa verið fullnægjandi veð í ýmsum tilvikum fyrir endurgreiðslu. Það er ekki mikið til staðar ef ekki stendur hús á lóðinni,“ bætir hann við. Hróbjartur segir erfitt að sjá forsendur sumra fasteignaverkefnanna í dag. Ljóst sé að verkefnin standi ekki undir lánveitingum VBS. „Veðin eru talin það léleg að þau skila ekki miklu til félagsins,“ segir hann. Fyrsti kröfuhafafundur VBS var haldinn í fyrradag. Þar kom fram að lýstar kröfur nema 48 milljörðum króna. Þar af eru launakröfur upp á tæpar hundrað milljónir króna. Aðrar kröfur eru víkjandi skuldabréf og fleira sem ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til þar sem ekkert mun fást upp í þær. Fram kom á kröfuhafafundinum að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður úr 52 milljörðum króna í tíu milljarða, eða um rúm áttatíu prósent. Af milljörðunum tíu eru níu milljarða innstæður í Seðlabankanum og gamla Kaupþingi. Þær eru veðsettar upp í rjáfur og því aðeins einn milljarður í bókfærðu eiginfé til skiptanna fyrir kröfuhafa. „Það er okkar mat að eignir eru ekki nægar til að mæta skuldum,“ segir Hróbjartur. jonab@frettabladid.is Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. „Þess eru dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður sem sæti á í slitastjórn VBS. „Þarna voru aðilar sem VBS tók að sér að fjármagna sem settu lóðir að veði sem ekki var byrjað að byggja hús á. Lítil verðmæti voru á bak við þau bréf og ljóst að ekki hafa verið fullnægjandi veð í ýmsum tilvikum fyrir endurgreiðslu. Það er ekki mikið til staðar ef ekki stendur hús á lóðinni,“ bætir hann við. Hróbjartur segir erfitt að sjá forsendur sumra fasteignaverkefnanna í dag. Ljóst sé að verkefnin standi ekki undir lánveitingum VBS. „Veðin eru talin það léleg að þau skila ekki miklu til félagsins,“ segir hann. Fyrsti kröfuhafafundur VBS var haldinn í fyrradag. Þar kom fram að lýstar kröfur nema 48 milljörðum króna. Þar af eru launakröfur upp á tæpar hundrað milljónir króna. Aðrar kröfur eru víkjandi skuldabréf og fleira sem ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til þar sem ekkert mun fást upp í þær. Fram kom á kröfuhafafundinum að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður úr 52 milljörðum króna í tíu milljarða, eða um rúm áttatíu prósent. Af milljörðunum tíu eru níu milljarða innstæður í Seðlabankanum og gamla Kaupþingi. Þær eru veðsettar upp í rjáfur og því aðeins einn milljarður í bókfærðu eiginfé til skiptanna fyrir kröfuhafa. „Það er okkar mat að eignir eru ekki nægar til að mæta skuldum,“ segir Hróbjartur. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira