Viðskipti innlent

Jóhannes fékk ekki lán hjá Arion banka

„Kaupverðið fékk hann ekki að láni hjá Arion banka," segir Iða Brá Benediktsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion banka, í samtali við fréttastofu aðspurð hvort bankinn hafi lánað Jóhannesi Jónssyni fyrir kaupunum á SMS verslununum í Færeyjum og sérvörubúðunum Top Shop, Zara og All Saints. Kaupverð þessara eigna er 1.237,5 milljónir króna.

Fyrr í dag var tilkynnt að Jóhannes hefði vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Í samkomulagi Jóhannesar og bankans felst meðal annars, að Jóhannes kaupir hlut í umræddum fyrirtækjum sem áður voru hluti Haga.

Í tilkynningu Arion Banka í dag segir að kaupverðið, 1.237,5 milljónir króna, sé nokkru hærra en bókfært verðmæti umræddra fyrirtækja á efnahagsreikningi Haga og er sanngjarnt verð að mati sérfræðinga bankans.




Tengdar fréttir

Jóhannes ekki lengur í Bónus

Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Bankastjóri Arion banka segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki fara lengur saman. Jóhannes getur ekki farið í samkeppnisrekstur við Haga næstu 18 mánuði. Gerður hefur verið 12 mánaða starfslokasamningur við Jóhannes auk þess sem hann fær 90 milljóna króna eingreiðslu við fullnaðaruppgjör á viðskiptum sínum við Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Jóhannes: Ætla að eignast Bónus aftur

Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur fullan hug á að gera tilboð í Haga og þar með eignast Bónus aftur. Fyrr í dag var tilkynnt að Jóhannes hefði vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki lengur fara saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×